Fótbolti

Kári skoraði í jafntefli gegn Glasgow Rangers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason kom til Aberdeen frá Plymouth.
Kári Árnason kom til Aberdeen frá Plymouth. Nordic Photos / Getty Images
Kári Árnason skoraði mark Aberdeen sem gerði jafntelfi við Glasgow Rangers í skosku úrvalsdeildinni í dag. Úrslitin eru óvænt og er Rangers nú fjórum stigum á eftir Celtic á toppi deildarinnar.

Kári skoraði mark sitt á 63. mínútu og þótti það einkar glæsilegt. En aðeins fjórum mínútum síðar náði Maurice Edu að jafna metin fyrir Rangers.

Kári fékk fleiri færi í leiknum og átti til að mynda skalla í slá. Hefur hann vakið athygli fyrir frammistöðu sína en þetta var hans þriðja mark á tímabilinu í samtals 21 leik.

Aberdeen er í áttunda sæti deildarinnar með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×