Innlent

Bænastundir í Grafarvogi og í Njarðvík síðdegis

Tvær bænastundir vegna sjóslyssins við Noregsstrendur verða haldnar í dag. Bænastundirnar verða í Grafarvogskirkju og Ytri-Njarðvíkurkirkju og hefjast þær á sama tíma, kl. 18:00. „Viðstöddum verður gefinn kostur á að tendra bænaljós og sameina hugi í fyrirbænum fyrir fjölskyldunum sem urðu fyrir áfallinu," segir Lena Rós Matthíasdóttir prestur í Grafarvogskirkju. Hún bætir því við að allir séu velkomnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×