Fótbolti

Rooney yngri verður ekki samherji Guðlaugs Victors

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Rooney, yngri bróðir Wayne Rooney, er á leið frá bandaríska MLS-liðinu New York Red Bulls og verður því ekki samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá félaginu.

Guðlaugur Victor hefur verið í samningaviðræðum við Red Bulls og mun að öllu óbreyttu skrifa undir tveggja ára samning við félagið á næstunni.

Rooney fékk lítið að spila með liðinu en hann var áður á mála hjá Macclesfield Town í heimalandinu. Hann er nú genginn til liðs við Orlando City sem er þjálfað af Adrian Heath, sem áður þjálfaði Rooney í unglingaliði Everton.

„Ég hef þekkt John í langan tíma," sagði Heath. „Við erum ánægðir með að fá hann. Hann getur spilað í mörgum stöðum á miðjunni sem er gott fyrir okkur."

John Rooney er 21 árs gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×