Enski boltinn

Scholes skoraði fyrir Manchester United í sigri á Bolton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United komst aftur á sigurbraut og náði Manchester City að stigum með því að vinna 3-0 sigur á Bolton á Old Trafford í kvöld. Wayne Rooney klikkaði á víti en lagði tvö fyrstu mörkin fyrir þá Paul Scholes og Danny Welbeck. Michael Carrick innsiglaði síðan sigurinn í lokin.

Paul Scholes var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan að hann tók skóna af hillunni og hélt upp á það með því að kom United í 1-0 í leiknum við mikinn fögnuð áhorfenda á Old Trafford. Þetta var fyrsta mark hans síðan 22. ágúst 2010 þegar hann skoraði á móti Fulham.

Adam Bogdan varði víti Wayne Rooney á 21. mínútu sem dæmt var fyrir brot Zat Knight á Danny Welbeck. Bogdan átti frábæran fyrri hálfleik en kom engum vörnum við á fyrstu mínútu í uppbótartíma seinni hálfleiks þegar Paul Scholes skoraði eftir sendingu frá Rooney.

Danny Welbeck slapp síðan í gegn eftir sendingu frá Rooney á 74. mínútu og kom United-liðinu í 2-0. Hinn 37 ára gamli Paul Scholes var þá farinn útaf fyrir hinn 38 ára gamla Ryan Giggs.

Michael Carrick kom United í 3-0 á 83. mínútu með langskoti eftir sendingu frá Ryan Giggs og það reyndist vera lokamark leiksins.

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton og stóð sig vel einkum í seinni hálfleiknum.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×