Fótbolti

Maradona skorinn upp vegna nýrnasteina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maradona bregður á leik í Dubai.
Maradona bregður á leik í Dubai. nordic photos / Getty Images
Diego Maradona hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Dubai eftir að hafa verið skorinn upp vegna nýrnasteina. Í yfirlýsingu frá Al Wasl, félaginu sem Maradona stýrir, kemur fram að hann hafi fengið að yfirgefa sjúkrahúsið og safna kröftum á heimili sínu.

„Ástand Maradona er gott eftir árangursríka skurðaðgerð þar sem nýrnasteinarnir voru fjarlægðir og verður nú útskrifaður af sjúkrahúsinu," kom fram í yfirlýsingu Al Wasl sem birtist á Twitter.

Maradona hafði fundið fyrir magaverkjum á sunnudag og var færður á spítala þar sem úrskurðað væri að hann þyrfti að fara í uppskurð. Á laugardeginum hafði Argentínumaðurinn stýrt Al Wasl í 2-1 sigri gegn Al Ahli.

„Maradona horfði á Shj gegn Baniyas leikinn á sjúkrahúsherbergi sínu að lokinni aðgerðinni og hefur hafið undirbúning fyrir næsta leik okkar gegn Shj," hafði áður komið fram í færslu Al Wasl á samskiptasíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×