Fótbolti

Lokeren komst áfram en Birkir datt út úr bikarnum í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Mynd/AFP
Sporting Lokeren komst í kvöld áfram í undanúrslit belgíska bikarsins en það gekk ekki eins vel hjá Íslendingaliðunum Standard Liege og Germinal Beerschot sem eru bæði úr leik. Seinni leikur átta liða úrslitanna fóru fram í kvöld.

Alfreð Finnbogason sat allan tímann á bekknum þegar Sporting Lokeren gerði 3-3 jafntefli á móti Gent í framlengdum leik. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í venjulegan leiktíma sem voru sömu úrslit og í fyrri leiknum sem var á heimavelli Lokeren. Lokeren fór á því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli og mætir Lierse í undanúrslitunum.

Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik með Standard Liege sem tapaði 2-4 fyrir Lierse á heimavelli eftir framlengdan leik en Lierse vann því samanlagt 5-4. Birkir kom inn á sem varamaður á 82. mínútu og Standard Liege jafnaði leikinn í 1-1 örskömmu síðar. Lierse tryggði sér framlengingu með því að skora í uppbótartíma og skoraði síðan tvö fyrstu mörkin í framlengingunni. Standard Liege náði að minnka muninn en það var ekki nóg.

Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á bekknum þegar Germinal Beerschot vann 2-1 sigur á Kv Kortrijk á heimavelli en Kortrijk hafði unnið fyrri leikinn 2-0 og komst því áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×