Fótbolti

Beckham samdi við LA Galaxy á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Í nótt var gengið frá nýjum tveggja ára samning David Beckham við LA Galaxy. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda hefur hann margoft sagt að honum og fjölskyldu hans líður vel í Bandaríkjunum.

Beckham er nýbúinn að klára fimm ára samning við liðið en hann varð einmitt meistari með liðinu í MLS-deildinni á síðasta tímabili.

Beckham er 36 ára gamall og hafði verið sterklega orðaður við Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Þetta var mikilvæg ákvörðun fyrir mig. Ég fékk mörg tilboð frá félögum víða um heim en ég hef enn mikla ástríðu fyrir því að spila í Bandaríkjunum og vinna titla með LA Galaxy."

„Ég hef fundið fyrir vinsældum íþróttarinnar hér í Bandaríkjunum og fjölskyldunni minni líður ótrúlega vel hér," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×