Innlent

Með riffil, hnúajárn og vasahníf á skemmtistað í miðborginni

Ákæran gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Ákæran gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mynd úr safni
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað mál gegn karlmanni á fertugsaldri fyrir fjölda fíkniefna, vopna- og umferðarlagabrota.

Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að vera með riffil og vasahníf inni á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í desember árið 2010. Hann var einnig með um 110 grömm af amfetamíni á sér inni á staðnum.

Í maí í fyrra fann lögregla nokkur grömm af amfetamíni og járnkylfu við leit í bíl mannsins og í október síðastliðnum var hann með marijúana, vasahníf og hnúajárn inni á skemmtistað í miðborginni.

Þá hefur maðurinn einnig verið tekinn tvisvar undir stýri undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Lögreglustjórinn krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar á ökuréttindum. Ákæran gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×