Innlent

Ökklabrotnaði í Kringlunni

Kringlan.
Kringlan. Mynd / Daníel Rúnarsson
Kona rann til í anddyri Kringlunnar skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang en talið er að konan sé ökklabrotin.

Þá óskaði vegfarandi eftir aðstoð lögreglu upp úr hádegi í dag. Sá hafði lent í umferðaróhappi og grunur lék á að annar ökumaðurinn væri ölvaður.

Svo fékk lögreglan tilkynningu um eld í íbúð við Hverfisgötu um klukkan hálf fjögur í dag. Lögreglumaður var ekki langt frá og þegar hann kom á vettvang var búið að slökkva eldinn. Um var að ræða minniháttar bruna í pappír og skemmdir voru litlar sem engar.

Fólk er hvatt til þess að fara varlega í hálkunni. Þannig varð hálkuslys í Mjóddinni í Álfabakka um hálf þrjú í dag. Kona datt í götuna og er talið að hún hafi fótbrotnað. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×