Phelps valinn sá besti í ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2012 07:30 engum líkur Michael Phelps skrifaði íþróttasöguna á árinu sem nú er að líða. Hans afrek verða seint leikin eftir enda einstök.nordicphotos/getty AP-fréttastofan hefur valið sundkappann Michael Phelps íþróttamann ársins. Þetta er í annað sinn sem Phelps fær þessi eftirsóttu verðlaun. LeBron James varð annar. Phelps reynir fyrir sér í golfi þessa dagana. AP-fréttastofan er byrjuð að verðlauna bestu íþróttamenn og þjálfara ársins. Útnefningar fréttastofunnar eru virtar enda stendur valinkunnt fólk á bak við kosningarnar. Sundkappinn Michael Phelps hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins árið 2012 hjá AP en hann lagði sundskýluna á hilluna eftir ÓL í London í sumar. Hann steig upp úr lauginni sem fræknasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna. „Það er eiginlega bilað að hugsa um allt sem ég hef afrekað og gengið í gegnum. Ég hef haft síðustu mánuði til þess að setjast niður og átta mig á þessu öllu. Ég verð hreinlega fyrir áfalli stundum," sagði Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi sem vann fjögur gull og tvö silfur á ÓL í London. Phelps hlaut nú þessi verðlaun í annað sinn en hann fékk aðeins fleiri atkvæði en körfuboltamaðurinn LeBron James. Spretthlauparinn Usain Bolt varð síðan í þriðja sæti. Þetta er mikill heiður fyrir Phelps því aðeins Carl Lewis, Tiger Woods, Lance Armstrong og Michael Jordan hafa hlotið þessi verðlaun oftar en einu sinni. „Þetta er auðvitað mikið afrek því það er til svo ótrúlegt íþróttafólk úti um allan heim. Að fá svona verðlaun toppar algjörlega ferilinn hjá mér." Phelps er aðeins 27 ára gamall og enginn hefur unnið fleiri gullverðlaun en hann í sögu Ólympíuleikanna eins og áður segir. Phelps á 18 gullverðlaunapeninga og 22 verðlaun frá ÓL í heild sinni. Hvoru tveggja met sem líklega verða seint slegin enda enginn íþróttamaður nálægt þessu meti hans. „Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi afreka á mínum ferli. Ég get alltaf verið stoltur af þessum árangri." Phelps er gríðarlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hann hefur nú ákveðið að helga sig golfíþróttinni. Hann er að vinna með einum þekktasta þjálfara heims, Hank Haney, og er samstarf þeirra tekið upp og verða gerðir þættir um þá félaga á Golf Channel. Phelps var einmitt á leiðinni út á golfvöll með Haney þegar hringt var í hann og honum tilkynnt um verðlaunin frá AP. Afrek hans í sundlauginni gerðu heilmikið fyrir sundíþróttina. Sprengja varð í þátttöku barna, auglýsendur tóku við sér sem aldrei fyrr og áhorf á sundkeppnir jókst upp úr öllu valdi þegar hann var í lauginni. Phelps vann AP-verðlaunin síðast árið 2008 er hann vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Þá sló hann met Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum. Við tóku erfiðir tímar hjá sundkappanum. Eftir áralanga þjálfun ákvað hann að prófa að lifa lífinu. Ímynd hans varð þá fyrir miklum skaða þegar náðist mynd af honum reykja kannabis í teiti. Hann var lengi að koma sér í gang og æfa eins og maður fyrir leikana í London. Löngunin í að verða einn besti íþróttamaður allra tíma varð yfirsterkari og hann fór til London og náði þeim árangri sem hann alltaf ætlaði sér. Erlendar Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Sjá meira
AP-fréttastofan hefur valið sundkappann Michael Phelps íþróttamann ársins. Þetta er í annað sinn sem Phelps fær þessi eftirsóttu verðlaun. LeBron James varð annar. Phelps reynir fyrir sér í golfi þessa dagana. AP-fréttastofan er byrjuð að verðlauna bestu íþróttamenn og þjálfara ársins. Útnefningar fréttastofunnar eru virtar enda stendur valinkunnt fólk á bak við kosningarnar. Sundkappinn Michael Phelps hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins árið 2012 hjá AP en hann lagði sundskýluna á hilluna eftir ÓL í London í sumar. Hann steig upp úr lauginni sem fræknasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna. „Það er eiginlega bilað að hugsa um allt sem ég hef afrekað og gengið í gegnum. Ég hef haft síðustu mánuði til þess að setjast niður og átta mig á þessu öllu. Ég verð hreinlega fyrir áfalli stundum," sagði Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi sem vann fjögur gull og tvö silfur á ÓL í London. Phelps hlaut nú þessi verðlaun í annað sinn en hann fékk aðeins fleiri atkvæði en körfuboltamaðurinn LeBron James. Spretthlauparinn Usain Bolt varð síðan í þriðja sæti. Þetta er mikill heiður fyrir Phelps því aðeins Carl Lewis, Tiger Woods, Lance Armstrong og Michael Jordan hafa hlotið þessi verðlaun oftar en einu sinni. „Þetta er auðvitað mikið afrek því það er til svo ótrúlegt íþróttafólk úti um allan heim. Að fá svona verðlaun toppar algjörlega ferilinn hjá mér." Phelps er aðeins 27 ára gamall og enginn hefur unnið fleiri gullverðlaun en hann í sögu Ólympíuleikanna eins og áður segir. Phelps á 18 gullverðlaunapeninga og 22 verðlaun frá ÓL í heild sinni. Hvoru tveggja met sem líklega verða seint slegin enda enginn íþróttamaður nálægt þessu meti hans. „Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi afreka á mínum ferli. Ég get alltaf verið stoltur af þessum árangri." Phelps er gríðarlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hann hefur nú ákveðið að helga sig golfíþróttinni. Hann er að vinna með einum þekktasta þjálfara heims, Hank Haney, og er samstarf þeirra tekið upp og verða gerðir þættir um þá félaga á Golf Channel. Phelps var einmitt á leiðinni út á golfvöll með Haney þegar hringt var í hann og honum tilkynnt um verðlaunin frá AP. Afrek hans í sundlauginni gerðu heilmikið fyrir sundíþróttina. Sprengja varð í þátttöku barna, auglýsendur tóku við sér sem aldrei fyrr og áhorf á sundkeppnir jókst upp úr öllu valdi þegar hann var í lauginni. Phelps vann AP-verðlaunin síðast árið 2008 er hann vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Þá sló hann met Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum. Við tóku erfiðir tímar hjá sundkappanum. Eftir áralanga þjálfun ákvað hann að prófa að lifa lífinu. Ímynd hans varð þá fyrir miklum skaða þegar náðist mynd af honum reykja kannabis í teiti. Hann var lengi að koma sér í gang og æfa eins og maður fyrir leikana í London. Löngunin í að verða einn besti íþróttamaður allra tíma varð yfirsterkari og hann fór til London og náði þeim árangri sem hann alltaf ætlaði sér.
Erlendar Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Sjá meira