Lífið

Ívar Guðmunds í gifsi

mynd/stefán karlsson
„Ég brotnaði ekki heldur sleit sinarfestingu í vinstri tvíhöfða í fjölmiðlamótinu í nóvember," svarar Ívar Guðmundsson útvarpsmaður Bylgjunnar spurður hvað kom fyrir hann en Ívar er í gifsi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem var tekin af honum á Bylgjunni í dag.

„Það uppgötvaðist í janúar þegar ég fór loksins til læknis. Ég gat ekki farið þá í uppskurð því ég var á leið í skíðaferð með konunni til Ítalíu. Var síðan skorinn af lækni handboltalandsliðsins, Brynjólfi Jónssyni, á mánudag og fékk gifs frá fingrum upp að öxl. Ég á að vera svona í sex vikur," segir Ívar með sinni þýðu útvarpsrödd.

Lífið sendir Ívari batakveðjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.