Enski boltinn

Dean minntist ekki á Ferguson í skýrslu sinni | Skotinn sleppur við refsingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sir Alex Ferguson verður ekki refsað fyrir að hafa gert háværar athugasemdir við Mike Dean dómara. Dean dæmdi leik Manchester United og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Ferguson var afar ósáttur við ákvörðun Dean að dæma sjálfsmark Johnny Evans gott og gilt. Aðstoðardómari hans, Jack Collin, hafði lyft flaggi sínu vegna rangstöðu en Dean ákvað að markið skildi standa.

Ferguson las Dean pistilinn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Gestirnir frá Newcastle leiddu á þeim tímapunkti 2-1 með markinu umdeilda. Leiknum lauk þó með sigri heimamanna 4-3.

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að Ferguson fái enga refsingu fyrir ummæli sín því Dean hafi ekki minnst á þau í skýrslu sinni.

Skiptar skoðanir hafa verið um hvort um rangstöðu hafi verið að ræða. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×