Enski boltinn

Apamaðurinn settur í bann hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Hernandez og Danny Welbeck fagna marki í umræddum leik.
Javier Hernandez og Danny Welbeck fagna marki í umræddum leik. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea hefur ákveðið að meina Gavin Kirkham, 28 ára gömlum stuðningsmanni Chelsea, frá því að mæta á fleiri heimaleiki liðsins á meðan að lögreglan rannsakar athæfi hans á leik Chelsea og Manchester United í enska deildabikarnum.

Myndir náðust af því þegar að Kirkham líkti eftir apa og virtist hann beina því að Danny Welbeck, leikmanni Manchester United.

Hann var handtekinn og yfirheyrður af lögreglu fyrr í þessari viku en var svo sleppt á ný.

Fram kemur í yfirlýsingu Chelsea að Kirkham væri ekki ársmiðahafi en fyrr á þessu ári var stuðningsmaður liðsins dæmdur í ævilangt bann af félaginu eftir að hann viðurkenndi að hafa hafa beitt Didier Drogba kynþáttaníði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×