Lífið

Bondgella í Reykjavík

Leikaraparið Danny Huston og Olga Kurylenko naut sín á Íslandi.
Leikaraparið Danny Huston og Olga Kurylenko naut sín á Íslandi.
Þrátt fyrir að afmælisbarn gærdagsins, Tom Cruise, hafi yfirgefið landann var mótleikkona hans, Olga Kurylenko úr Oblivion, enn á landinu í gær og snæddi hádegismat á Fish Market ásamt fríðu föruneyti.

Lítið hefur verið fjallað um ferðir hennar hér á landi en Olga fer með stærsta kvenhlutverk myndarinnar og er hvað þekktust sem Bondgellan á móti Daniel Craig úr James Bond: Quantum of Solace.

Greinilegt er að hún kann að meta íslenskt fiskmeti því hún sat einnig til borðs á Humarhúsinu á Stokkseyri í júní ásamt kærastanum sínum, Hollywood-leikaranum Danny Huston. -hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.