Innlent

Strætisvagn lenti í árekstri

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Strætisvagn lenti í árekstri á Reykjanesbraut við Bústaðarveg rétt rúmlega sjö í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu einhver meiðsl á farþegum vegna þessa en nánari upplýsingar var ekki að fá um slysið.

Þá var ekið á ljósastaur á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs og urðu einhver meiðsl á fólki. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir en Kranabifreið flutti bifreiðina af vettvangi.

Lögreglan var síðan kölluð til vegna um klukkan hálf níu í morgun vegna skemmda á hraðbanka sem staðsettur er í húsi við Þverholt.

Um hálfellefu var lögreglan síðan kölluð að vinnuaðstöðu verktaka við Reykjanesbraut í Straumsvík vegna innbrots og þjófnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×