Fótbolti

Sigurður Ragnar: Gengi Þór/KA hefur komið á óvart

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Valli
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, segist ekki hafa reiknað með því að Pepsi-deild kvenna yrði eins jöfn og raunin hefur verið til þessa.

Þór/KA situr á toppi deildarinnar að loknum fimm umferðum. Liðið er enn ósigrað með þrettán stig.

„Gengi Þórs/KA hefur komið mér svolítið á óvart. Ég reiknaði ekki með þeim svona sterkum," segir Sigurður Ragnar. Landsliðsþjálfarinn valdi Katrínu Ásbjörnsdóttur, framherja liðsins, í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Ungverjum í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli annan laugardag.

„Það er líka gaman að veikari liðin hafa verið að vinna sterkari liðin sem eykur spennuna í deildinni," segir Sigurður sem hefur fylgst vel með gangi mála í upphafi móts.

„Það hefur verið gaman að horfa á leikina og gott að sjá hve margir ungir leikmenn eru að banka á landsliðsdyrnar," sagði Sigurður Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×