Fótbolti

UEFA staðfestir kynþáttafordóma í garð Hollendinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Van Bommel (fyrir miðri mynd) ásamt félögum sínum á æfingu í vikunni.
Van Bommel (fyrir miðri mynd) ásamt félögum sínum á æfingu í vikunni. NordicPhotos/Getty
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur staðfest að einangruð tilfelli kynþáttaníðssöngva hafi heyrst á opinni æfingu hollenska landsliðsins í gær.

Mark Van Bommel, fyrirliði Hollendinga, kvartaði undan apahljóðum frá stuðningsmönnum sem fylgdust með opinni æfingu landsliðsins í Kraká í gær. Vildi Van Bommel meina að hljóðunum hefði verið beint að þeim leikmönnum liðsins sem svartir væru á hörund.

„Endurtaki þetta sig á æfingum landsliðanna á EM mun UEFA meta hvort grípa þurfi til frekari aðgerða leikmönnum til varnar," segir í yfirlýsingu frá UEFA. Ekki kemur þó fram hvort UEFA ætli að rannsaka atvikið í gærkvöldi nánar.

„UEFA líður í engum tilfellum fordóma og hefur falið dómurum vald til þess að stöðva leiki eigi endurtekin," segir í yfirlýsingunni.

Hollendingar mæta Dönum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu á morgun.


Tengdar fréttir

Hollendingar hóta að ganga af velli

Mark van Bommel, landsliðsfyrirliði Hollands, segir að hann muni leiða sitt af vellinum verði leikmenn liðsins fyrir kynþáttaníði á meðan mótinu stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×