Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 3-4 eftir vítakeppni | Kristján varði þrjú víti FH-inga Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar 8. júní 2012 13:26 Fylkismenn báru sigur úr býtum gegn FH í 32-liða úrslitum borgunarbikarsins en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Það var það gamla brýnið Kristján Finnbogason sem var hetja Fylkis en hann varði þrjár spyrnur. Leikurinn hófst með miklum látum og voru bæði lið greinilega til í slaginn. Fylkismenn voru nokkuð sprækir í upphafi leiksins og þetta 8-0 tap í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar virtist ekki hafa mikil áhrif á Fylkismenn. Eftir tæplega korters leik náði Ingimundur Níels Óskarsson, leikmaður Fylkis, að skalla boltann í stöngina. Tveim mínútum síðan fór skalli frá Ingimundi hárfínt framhjá. Ótrúlegt að gestirnir höfðu ekki náð að skora. Það voru heimamenn sem skoruðu aftur á móti fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik þegar Björn Daníel Sverrisson fékk boltann inn í vítateig Fylkis eftir misheppnaða hreinsun. Björn sýndi mikla yfirvegun og þrumaði boltanum óverjandi í netið. Leikurinn róaðist töluvert næstu mínútur og það leit út fyrir að Fimleikafélagið færi með eins mark forystu inn í hálfleikinn. Fylkismenn náðu að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma en þar var að verki Jóhann Þórhallsson sem kom boltanum í netið eftir mikinn darraðardans inn í vítateig FH. Staðan því 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin nokkrar mínútur að finna taktinn á ný. Fylkismenn voru ívið sterkari þegar leið á síðari hálfleikinn og fengu nokkur ákjósanleg færi til að komast yfir. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í síðari hálfleiknum en því þurfti að grípa til framlengingar. Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, fékk aftur á móti beint rautt spjald rétt undir lok venjulegs leiktíma en Björn tæklaði Björgólf Takefusa, leikmann Fylkis, sem sloppinn var upp völlinn. Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Björn Daníel strax útaf. Aðdáendur FH trylltust upp í stúku en dómurinn var í meira lagi umdeilanlegur. Liðin áttu erfitt með að skapa sér færi í framlengingunni og lítið sem ekkert gerðist á þeim hálftíma. Því þurfti að knýja fram úrslit í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni var það Kristján Finnbogason sem fór á kostum en hann varði þrjár spyrnur og kom Fylki áfram í 16-liða úrslitin. Ótrúlegur en hann er 41 árs. Ásmundur: Ótrúlegur karakter í liðinu„Þetta er mikil gleði og ég er gríðarlega ánægður með leikmennina," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýnum alveg gríðarlega mikinn karakter hér í kvöld, en liðið var niðurlægt hér um síðustu helgi. Svona eiga menn að svara slíku og strákarnir stóðu sig ótrúlega vel í kvöld." „Leikurinn var opin í báða enda og allt gat gerst, því er sætara að klára þennan leik svona. Þetta var frábær skemmtun í kvöld og áhorfendur fengu fyrir allan peninginn í kvöld." „Það var aldrei spurning þegar út í vítakeppnina var komið, gamli var alltaf með þetta á hreinu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásmund hér að ofan. Heimir Guðjónsson: FH verður að fara sýna stöðuleika„Ég er rosalega svekktur með spilamennskuna í fyrri hálfleiknum," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld. „Þrátt fyrir að hafa komist í 1-0 þá ákveður liðið allt að fara í sókn að 45. mínútu sem endar með því að við fáum á okkur mark." „Við vorum skömminni skárri í síðari hálfleiknum og fengum heldur betur tækifæri til að klára dæmið." „Ég kalla einfaldlega eftir stöðuleika í FH-liðið. Við áttum frábæran leik gegn Fylki um síðustu helgi en síðan mæta menn ekki tilbúnir í kvöld."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Kristján: Ég kann þetta ennþá„Allir leikmenn inná vellinum vorum hetjur og lögðu sig allir gríðarlega mikið fram," sagði Kristján Finnbogason, hetja Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Maður gleymir ekki þessu sporti, þó svo að líkaminn sé kannski ekki alveg eins góður og í gamla daga. Þetta var ótrúlega gaman og frábært að standa fyrir aftan strákana þegar svona mikil barátta er til staðar." „Við áttum þennan sigur skilið. Liðið hélt allan tíman í sitt skipulag og börðumst eins og ljón allan tímann. Liðið fékk fín færi í venjulegum leiktíma og hefðum alveg eins getað klárað leikinn mun fyrr."Hægt er að sjá myndbandið við Kristján með því að ýta hér. Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Fylkismenn báru sigur úr býtum gegn FH í 32-liða úrslitum borgunarbikarsins en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Það var það gamla brýnið Kristján Finnbogason sem var hetja Fylkis en hann varði þrjár spyrnur. Leikurinn hófst með miklum látum og voru bæði lið greinilega til í slaginn. Fylkismenn voru nokkuð sprækir í upphafi leiksins og þetta 8-0 tap í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar virtist ekki hafa mikil áhrif á Fylkismenn. Eftir tæplega korters leik náði Ingimundur Níels Óskarsson, leikmaður Fylkis, að skalla boltann í stöngina. Tveim mínútum síðan fór skalli frá Ingimundi hárfínt framhjá. Ótrúlegt að gestirnir höfðu ekki náð að skora. Það voru heimamenn sem skoruðu aftur á móti fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik þegar Björn Daníel Sverrisson fékk boltann inn í vítateig Fylkis eftir misheppnaða hreinsun. Björn sýndi mikla yfirvegun og þrumaði boltanum óverjandi í netið. Leikurinn róaðist töluvert næstu mínútur og það leit út fyrir að Fimleikafélagið færi með eins mark forystu inn í hálfleikinn. Fylkismenn náðu að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma en þar var að verki Jóhann Þórhallsson sem kom boltanum í netið eftir mikinn darraðardans inn í vítateig FH. Staðan því 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin nokkrar mínútur að finna taktinn á ný. Fylkismenn voru ívið sterkari þegar leið á síðari hálfleikinn og fengu nokkur ákjósanleg færi til að komast yfir. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í síðari hálfleiknum en því þurfti að grípa til framlengingar. Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, fékk aftur á móti beint rautt spjald rétt undir lok venjulegs leiktíma en Björn tæklaði Björgólf Takefusa, leikmann Fylkis, sem sloppinn var upp völlinn. Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Björn Daníel strax útaf. Aðdáendur FH trylltust upp í stúku en dómurinn var í meira lagi umdeilanlegur. Liðin áttu erfitt með að skapa sér færi í framlengingunni og lítið sem ekkert gerðist á þeim hálftíma. Því þurfti að knýja fram úrslit í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni var það Kristján Finnbogason sem fór á kostum en hann varði þrjár spyrnur og kom Fylki áfram í 16-liða úrslitin. Ótrúlegur en hann er 41 árs. Ásmundur: Ótrúlegur karakter í liðinu„Þetta er mikil gleði og ég er gríðarlega ánægður með leikmennina," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýnum alveg gríðarlega mikinn karakter hér í kvöld, en liðið var niðurlægt hér um síðustu helgi. Svona eiga menn að svara slíku og strákarnir stóðu sig ótrúlega vel í kvöld." „Leikurinn var opin í báða enda og allt gat gerst, því er sætara að klára þennan leik svona. Þetta var frábær skemmtun í kvöld og áhorfendur fengu fyrir allan peninginn í kvöld." „Það var aldrei spurning þegar út í vítakeppnina var komið, gamli var alltaf með þetta á hreinu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásmund hér að ofan. Heimir Guðjónsson: FH verður að fara sýna stöðuleika„Ég er rosalega svekktur með spilamennskuna í fyrri hálfleiknum," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld. „Þrátt fyrir að hafa komist í 1-0 þá ákveður liðið allt að fara í sókn að 45. mínútu sem endar með því að við fáum á okkur mark." „Við vorum skömminni skárri í síðari hálfleiknum og fengum heldur betur tækifæri til að klára dæmið." „Ég kalla einfaldlega eftir stöðuleika í FH-liðið. Við áttum frábæran leik gegn Fylki um síðustu helgi en síðan mæta menn ekki tilbúnir í kvöld."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Kristján: Ég kann þetta ennþá„Allir leikmenn inná vellinum vorum hetjur og lögðu sig allir gríðarlega mikið fram," sagði Kristján Finnbogason, hetja Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Maður gleymir ekki þessu sporti, þó svo að líkaminn sé kannski ekki alveg eins góður og í gamla daga. Þetta var ótrúlega gaman og frábært að standa fyrir aftan strákana þegar svona mikil barátta er til staðar." „Við áttum þennan sigur skilið. Liðið hélt allan tíman í sitt skipulag og börðumst eins og ljón allan tímann. Liðið fékk fín færi í venjulegum leiktíma og hefðum alveg eins getað klárað leikinn mun fyrr."Hægt er að sjá myndbandið við Kristján með því að ýta hér.
Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira