Fótbolti

Nýsjálendingar töpuðu óvænt fyrir Nýju-Kaldóníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Nýja-Kaledónía er kominn í úrslitaleikinn í Eyjaálfukeppninni eftir óvæntan 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi í undanúrslitum keppninnar í dag. Nýja-Kaldónía er í 155. sæti á heimslista FIFA, 55 sætum neðar en Nýsjálendingar sem komust meðal annars inn á síðustu HM.

Bertrand Kai skoraði fyrra mark Nýju-Kaldóníu á 60. mínútu og Georges Gope-Fenepej innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Nýja-Sjáland vann þessa keppni þegar hún fór fram síðast árið 2008.

Nýja-Kaldónía er eyjaklasi í Suðvestur-Kyrrahafi og eru íbúar rúmlega 230 þúsund en eyjarnar eru undir yfirráðum Frakklands.

Nýja-Kaldónía mætir Tahítí í úrslitaleiknum eftir að Tahítí vann 1-0 sigur á Salómonseyjum í hinum undanúrslitaleiknum. Sigurvegari úrslitaleiksins kemst í Álfukeppnina sem fram fer í Brasilíu á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×