Innlent

Alþingi í vanda vegna skorts á trausti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti Alþingi í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti Alþingi í dag.
Alþingi stríðir við vanda vegna skorts á trausti, sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands við þingsetningu í Alþingishúsinu í dag.

Hann segir afar brýnt að á þessum vanda verði tekið. Alþingi þurfi að njóta trausts ella sé hætta á að ákvarðanir glati áhrifamætti. Sé virðingin víðtæk og varanleg verði stjórnkerfið farsælt.

„Því er mikið í húfi fyrir okkur öll, þjóðina og stofnanir hennar, að á komandi vetri verði tekið á vanda Alþingis, leitað lausna til að efla álit þess meðal almennings,“ sagði Ólafur Ragnar.

Benti forsetinn á að ef ekki yrði tekið á þessum vanda myndu kröfur um afskipti forseta af lagasetningu aukast. „Slíkur var boðskapur margra, kjósenda og einstakra frambjóðenda, í aðdraganda kosninganna á liðnu sumri,“ sagði Ólafur Ragnar og vísaði þar til forsetakosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×