Innlent

Dæmdur fyrir kannabisrækt

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Karlmaður fæddur 1986 var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að staðið að ræktun á fimm til tíu kannabisplöntum og haft í vörslum sínum rúmlega fimmtán hundruð grömm af kannabislaufum. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en hann hafði staðið að ræktun plantnanna um nokkurt skeið. Plönturnar fundust á heimili mannsins í maí á síðasta ári.

Héraðsdómur dæmdi manninn til þess að sæta fangelsi í 30 daga en fresta skal fulln­ustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi hann almennt skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×