Innlent

Hvetja knapa til að sækja verðlaunin

mynd úr safni
Nokkrir knapar sem kepptu á Landsmótinu í sumar hafa ekki náð í verðlaun sín sem þeir unnu á mótinu.

Á vefsíðunni Hestafréttir.is segir að nokkrir verðlaunagripir frá Landsmótinu bíði enn eigenda sinna á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga. Starfsfólk félagsins hvetur eigendur til að vitja gripanna við næsta tækifæri eða setja sig í samband við skrifstofuna.

Hér fyrir neðan má sjá ósóttu verðlaunagripina:



  • Álfadrottning frá Austurkoti - hryssur 7v og eldri
  • Kolka frá Hákoti - hryssur 6v
  • Blængur frá Árbæjarhjáleigu/Daníel Ingi Smárason - 250m skeið
  • Hringur frá Fossi/Siggi Matt - A-flokkur gæðinga
  • Hnokki frá Þúfum/Mette Mannseth - A-flokkur gæðinga
  • Álfhólar - sýning ræktunarbúa
  • Árborg frá Miðey/Jakob Svavar - tölt
  • Gjálp frá Ytra-Dalsgerði/Gummi Björgvins - 250m skeið
  • Stefnir frá Þjóðólfshaga 1/Viðar Ingólfs - B-flokkur gæðinga
  • Smyrill frá Hrísum/Hinni Braga - tölt
  • Glaður frá Grund/Anna Kristín Friðriksdóttir - ungmennaflokkur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×