Rúmið titraði stanslaust Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. október 2012 13:59 Frá Siglufirði. Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. „Við vorum á leiðinni í rúmið um ellefuleytið og svo milli ellefu og tólf þá er allt í einu eins og vörubíll hafi keyrt á húsið. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað þetta væri og það fór eiginlega ekki á milli mála því svo komu margir skjálftar í kjölfarið og það var á tímabili þannig að rúmið titraði stanslaust. Það var verið að vagga manni í svefn svona í rólegheitum. Þetta var frekar magnað. Svo var maður rétt að ná að festa svefn aftur þegar stóri skjálftinn reið yfir og þá hélt ég að ég yrði ekki eldri. Þá reif ég litluna mína sem er 7 vikna beint úr rúminu sínu og við hlupum inn í dyragætt og stóðum þar á meðan allt gekk yfir. Þetta var svaka hávaði og mikil læti. Við vorum svo sem mjög heppin hér því það var ekkert sem skemmdist eða neitt svoleiðis," segir Birna. Birna segir kirkjuklukkur hafa hringt af völdum skjálftanna og að hún viti til þess að rúður hafi brotnað og munir fallir úr skápum og hillum. „Það hrundi svolítið úr hillum hjá einni frænku okkar. Hún var nú búin að klæða sig upp og ætlaði bara að fara út úr bænum. Þetta er svaka reynsla, þetta hreyfir við móðurhjartanu þegar maður er nýbúinn að eignast barn. Maður var frekar hræddur, það get ég sagt þér," segir hún.Já, það hefur verið hræðsla hjá fólkinu á svæðinu? „Já, það var töluverð hræðsla, ég sá það bara á Facebook. Það voru bara meira og minna allir sem maður þekkir sem búa hérna vakandi og voru að fylgjast með þessu og eru frekar vansvefta. Þetta verður sennilega draugabærinn í dag," segir BirnaHafið þið fundið einhverja skjálfta síðasta klukkutímann, síðustu tvo? „Nei, annað hvort er maður búinn að aðlagast þessu eða eitthvað. Það eru einhverjir litlir skjálftar í gangi en maður tekur ekkert eftir þeim, þetta er að verða búið. Sem er frábært," segir Birna Kristín Eiríksdóttir, sem stödd er á Siglufirði. Tengdar fréttir Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. „Við vorum á leiðinni í rúmið um ellefuleytið og svo milli ellefu og tólf þá er allt í einu eins og vörubíll hafi keyrt á húsið. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað þetta væri og það fór eiginlega ekki á milli mála því svo komu margir skjálftar í kjölfarið og það var á tímabili þannig að rúmið titraði stanslaust. Það var verið að vagga manni í svefn svona í rólegheitum. Þetta var frekar magnað. Svo var maður rétt að ná að festa svefn aftur þegar stóri skjálftinn reið yfir og þá hélt ég að ég yrði ekki eldri. Þá reif ég litluna mína sem er 7 vikna beint úr rúminu sínu og við hlupum inn í dyragætt og stóðum þar á meðan allt gekk yfir. Þetta var svaka hávaði og mikil læti. Við vorum svo sem mjög heppin hér því það var ekkert sem skemmdist eða neitt svoleiðis," segir Birna. Birna segir kirkjuklukkur hafa hringt af völdum skjálftanna og að hún viti til þess að rúður hafi brotnað og munir fallir úr skápum og hillum. „Það hrundi svolítið úr hillum hjá einni frænku okkar. Hún var nú búin að klæða sig upp og ætlaði bara að fara út úr bænum. Þetta er svaka reynsla, þetta hreyfir við móðurhjartanu þegar maður er nýbúinn að eignast barn. Maður var frekar hræddur, það get ég sagt þér," segir hún.Já, það hefur verið hræðsla hjá fólkinu á svæðinu? „Já, það var töluverð hræðsla, ég sá það bara á Facebook. Það voru bara meira og minna allir sem maður þekkir sem búa hérna vakandi og voru að fylgjast með þessu og eru frekar vansvefta. Þetta verður sennilega draugabærinn í dag," segir BirnaHafið þið fundið einhverja skjálfta síðasta klukkutímann, síðustu tvo? „Nei, annað hvort er maður búinn að aðlagast þessu eða eitthvað. Það eru einhverjir litlir skjálftar í gangi en maður tekur ekkert eftir þeim, þetta er að verða búið. Sem er frábært," segir Birna Kristín Eiríksdóttir, sem stödd er á Siglufirði.
Tengdar fréttir Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41
Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34