Erlent

Utanríkisráðherrar Nató-ríkjanna funda í Berlín

Utanríkisráðherra Nató-ríkjanna munu hittast í Berlín í dag en þar verður helst rætt um stöðuna í Líbíu. Þannig vilja Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar að fleiri komi að samþykkt öryggisráðsins um flugbann í Líbíu.

Eins og kunnugt er þá sátu Þjóðverjar hjá í málinu og hafa sætt talsverðri gagnrýni fyrir af hálfu annarra ríkja í Nato.

Nú horfa Nató ríkin hinsvegar til Spánar og Ítalíu og vonast til að þeir muni leggja sitt á vogarskálarnar.

Nató-ríkin sættu harðri gagnrýni fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu á dögunum þar sem hann sakaði ríkin um að gera of lítið í baráttunni gegn Muammar Gaddafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×