Erlent

Töluvert dregur úr dauðsföllum af völdum eyðni

Mun færra fólk deyr nú af eyðni í heiminum en á síðasta áratug. Hingsvegar hefur fjöldi fólks sem þarf að lifa með eyðnismit aldrei verið fleiri í sögunni.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá UNAIDS þeirri stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn útbreiðslu eyðni í heiminum. Í skýrslunni segir að um miðjan síðasta áratug dóu 2,2 milljónir manna úr eyðni á hverju ár. Þessi fjöldi er kominn niður í 1,8 milljónir manna. Hinsvegar eru 35 milljónir manna sýktir af eyðni og hefur sá fjöldi aldrei verið meiri í sögunni.

Það eru einkum ný lyf og lækningaaðferðir sem gera fólki kleyft að lifa lengur með eyðnismit en áður. Einnig hafa þessir sjúklingar betri aðgang að þessum lyfjum en áður. Þannig segja skýrsluhöfundar að ný lyf hafi bjargað lífi um 2,5 milljón manna frá árinu 1995 og á síðasta ári sluppu 700.000 manns við andlát af völdum sjúkdómsins vegna betri lyfja gegn honum. Lyfin hafa það í för með sér að viðkomandi getur lifað nokkrun veginn eðlilegu lífi þótt hann sé sýktur af eyðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×