Uppstokkun á kvótakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2011 18:30 Fimmtán prósent heildarafla hvers árs verða komin á frjálsan leigumarkað eftir fimmtán ár, samkvæmt frumvörpum sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða sem afgreidd voru út úr ríkisstjórn í dag. Veiðigjald verður hækkað um fimmtíu prósent. Frumvörp um breytingar á stjórnun fiskveiða voru loks afgreidd út úr ríkisstjórn í dag og verða væntanlega kynnt fyrir stjórnarflokkunum á morgun, þegar kostnaðarmati á þeim er lokið. Eftir það verður hagsmunaaðilum í sjávarútvegi kynnt frumvörpin áður en þau verða formlega lögð fram á Alþingi. Frumvörpin eru tvö og segir sjávarútvegsráðherra að meiningin sé að annað þeirra taki gildi strax í haust. „Sem felur þá fyrst og fremst í sér möguleika á styrkingu strandveiðanna og byggðatengdra aðgerða og úthlutun til byggða," segir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Átta prósent heildarveiðiheimilda verða sett í sérstakan pott á fyrsta árinu sem fara svo stighækkandi og verða 15 prósent að fimmtán árum liðnum. Þessum heimildum verður úthlutað sérstaklega til að styðja við nýliðun. Þá verður veiðigjaldið hækkað um fimmtíu prósent upp í 13 krónur á kílóið. Það ætti að skila fimm milljörðum sem nýttir verða til verkefna á landsbyggðinni. „Það eru mjög sterkir og ákveðnir nýliðunarmöguleikar í þessu frumvarpi þannig að nýir aðilar geti komist inn í greinina eftir ýmsum leiðum. Bæði í gegnum strandveiðar og byggðakvóta, í gegnum nýtingarsamninga og leigu. En meginatriði frumvarpsins er jú að það er verið að klippa á ímynduð eignaréttartengsl eða eignarrétt á fiskveiðiauðlindinni - og að hún sé með afgerandi hætti í eigu og ráðstöfun þjóðarinnar," segir sjávarútvegsráðherra. Jón segir byggðatengingu veiðiheimlda verða aukna og hún styrkt. „En þetta er grundvallarstef í frumvarpinu. Enda vitum við að harðasta gagnrýnin á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er einmitt hversu veikar sjávarbyggðirnar vítt og breitt um landið hafa staðið gagnvart flutningi og sölu aflaheimilda úr byggðunum." Forystumenn stjórnarflokkanna segjast bæði geta kinnroðalaust mælt með þessu frumvarpi við sína flokksmenn, en Samfylkingin boðaði fyrningarleið fyrir kosningar, en nú er talað um samningaleið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir frumvörpin fela í sér endurúthlutun á aflaheimildum. „Þannig að það er bara notuð önnur aðferð við þetta sem menn komust að samkomulagi um í stóru nefndinni (sáttanefndinni). Þannig að grundvallaratriðið er þessi kerfisbreyting og ég held að flokkarnir geti staðið vel að þessu máli," segir forsætisráðherra. Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru bæði sannfærð um að ríkisstjórnin hafi meirihluta fyrir málinu á Alþingi. „Við erum með alla ríkisstjórnina á bakvið okkur. Það skiptir nú máli í fyrstu umferð," segir Jóhanna. „Vonandi breiðari stuðningur en það," segir fjármálaráðherra. „Ég tel að miðað við ályktanir sumra annarra stjórnmálaflokka þá getum við vel vænst liðsauka og stuðnings úr fleiri áttum ef því væri að skipta," segir Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Fimmtán prósent heildarafla hvers árs verða komin á frjálsan leigumarkað eftir fimmtán ár, samkvæmt frumvörpum sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða sem afgreidd voru út úr ríkisstjórn í dag. Veiðigjald verður hækkað um fimmtíu prósent. Frumvörp um breytingar á stjórnun fiskveiða voru loks afgreidd út úr ríkisstjórn í dag og verða væntanlega kynnt fyrir stjórnarflokkunum á morgun, þegar kostnaðarmati á þeim er lokið. Eftir það verður hagsmunaaðilum í sjávarútvegi kynnt frumvörpin áður en þau verða formlega lögð fram á Alþingi. Frumvörpin eru tvö og segir sjávarútvegsráðherra að meiningin sé að annað þeirra taki gildi strax í haust. „Sem felur þá fyrst og fremst í sér möguleika á styrkingu strandveiðanna og byggðatengdra aðgerða og úthlutun til byggða," segir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Átta prósent heildarveiðiheimilda verða sett í sérstakan pott á fyrsta árinu sem fara svo stighækkandi og verða 15 prósent að fimmtán árum liðnum. Þessum heimildum verður úthlutað sérstaklega til að styðja við nýliðun. Þá verður veiðigjaldið hækkað um fimmtíu prósent upp í 13 krónur á kílóið. Það ætti að skila fimm milljörðum sem nýttir verða til verkefna á landsbyggðinni. „Það eru mjög sterkir og ákveðnir nýliðunarmöguleikar í þessu frumvarpi þannig að nýir aðilar geti komist inn í greinina eftir ýmsum leiðum. Bæði í gegnum strandveiðar og byggðakvóta, í gegnum nýtingarsamninga og leigu. En meginatriði frumvarpsins er jú að það er verið að klippa á ímynduð eignaréttartengsl eða eignarrétt á fiskveiðiauðlindinni - og að hún sé með afgerandi hætti í eigu og ráðstöfun þjóðarinnar," segir sjávarútvegsráðherra. Jón segir byggðatengingu veiðiheimlda verða aukna og hún styrkt. „En þetta er grundvallarstef í frumvarpinu. Enda vitum við að harðasta gagnrýnin á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er einmitt hversu veikar sjávarbyggðirnar vítt og breitt um landið hafa staðið gagnvart flutningi og sölu aflaheimilda úr byggðunum." Forystumenn stjórnarflokkanna segjast bæði geta kinnroðalaust mælt með þessu frumvarpi við sína flokksmenn, en Samfylkingin boðaði fyrningarleið fyrir kosningar, en nú er talað um samningaleið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir frumvörpin fela í sér endurúthlutun á aflaheimildum. „Þannig að það er bara notuð önnur aðferð við þetta sem menn komust að samkomulagi um í stóru nefndinni (sáttanefndinni). Þannig að grundvallaratriðið er þessi kerfisbreyting og ég held að flokkarnir geti staðið vel að þessu máli," segir forsætisráðherra. Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru bæði sannfærð um að ríkisstjórnin hafi meirihluta fyrir málinu á Alþingi. „Við erum með alla ríkisstjórnina á bakvið okkur. Það skiptir nú máli í fyrstu umferð," segir Jóhanna. „Vonandi breiðari stuðningur en það," segir fjármálaráðherra. „Ég tel að miðað við ályktanir sumra annarra stjórnmálaflokka þá getum við vel vænst liðsauka og stuðnings úr fleiri áttum ef því væri að skipta," segir Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira