Börn valin eftir tekjum en ekki tannskemmdum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. maí 2011 19:00 Ósanngjarnt er að mismuna börnum eftir launum foreldra sinna þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Þetta segir formaður Tannlæknafélagsins. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að um tvö hundruð umsóknir hafa þegar borist um endurgjaldslausa tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra. Tennur barnanna eru margar hverjar illa farnar. Dæmi er um að draga þurfti tennur úr fjórtán ára stúlku þar sem þær voru svo brunnar og að börn séu á verkjalyfjum í langan tíma vegna tannpínu. Af þeim umsóknum sem hafa borist eru fjörtíu frá foreldrum utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins er boðið upp á tannlæknaþjónustuna í Reykjavík og þurfa börnin því að koma þangað. Foreldrarnir geta sótt um að fá endurgreiddan ferðakostnaðinn, það er bensínkostnað eða áætlunarferð. Formaður Tannlæknafélags Íslands er ósáttur við þetta fyrirkomulag. Hann telur að það hefði bæði verið betra fyrir foreldrana og börnin að geta fengið tannlæknaþjónustuna í sínu bæjarfélagi auk þess sem það hefði verið ódýrara fyrir stjórnvöld. „Við erum ósátt við það hvernig þessum fjármunum er varið. Við hefðum frekar vilja sjá að fénu væri varið í tannlækningarnar sjálfar en ekki ferðakostnað," segir formaður Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. Sigurður bendir á að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og að það þurfi að finna framtíðarlausn á þessum málum. „Það á leysa málin málið heildstætt með aðkomu allra tannlækna. Það þarf að hugsa fram í tímann," segir Sigurður. Sigurður segir þó jákvætt að verið sé að gera eitthvað fyrir þennan hóp. Ósanngjarnt sé hins vegar að börnum sé mismunað eftir launum foreldra sinna. „Þarna er verið að velja börn eftir tekjum en ekki tannskemmdum. Sumir eru til dæmis með miklar tekjur en litlar ráðstöfunartekjur og þá bitnar það á þeim," segir Sigurður að lokum. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Ósanngjarnt er að mismuna börnum eftir launum foreldra sinna þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Þetta segir formaður Tannlæknafélagsins. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að um tvö hundruð umsóknir hafa þegar borist um endurgjaldslausa tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra. Tennur barnanna eru margar hverjar illa farnar. Dæmi er um að draga þurfti tennur úr fjórtán ára stúlku þar sem þær voru svo brunnar og að börn séu á verkjalyfjum í langan tíma vegna tannpínu. Af þeim umsóknum sem hafa borist eru fjörtíu frá foreldrum utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins er boðið upp á tannlæknaþjónustuna í Reykjavík og þurfa börnin því að koma þangað. Foreldrarnir geta sótt um að fá endurgreiddan ferðakostnaðinn, það er bensínkostnað eða áætlunarferð. Formaður Tannlæknafélags Íslands er ósáttur við þetta fyrirkomulag. Hann telur að það hefði bæði verið betra fyrir foreldrana og börnin að geta fengið tannlæknaþjónustuna í sínu bæjarfélagi auk þess sem það hefði verið ódýrara fyrir stjórnvöld. „Við erum ósátt við það hvernig þessum fjármunum er varið. Við hefðum frekar vilja sjá að fénu væri varið í tannlækningarnar sjálfar en ekki ferðakostnað," segir formaður Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. Sigurður bendir á að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og að það þurfi að finna framtíðarlausn á þessum málum. „Það á leysa málin málið heildstætt með aðkomu allra tannlækna. Það þarf að hugsa fram í tímann," segir Sigurður. Sigurður segir þó jákvætt að verið sé að gera eitthvað fyrir þennan hóp. Ósanngjarnt sé hins vegar að börnum sé mismunað eftir launum foreldra sinna. „Þarna er verið að velja börn eftir tekjum en ekki tannskemmdum. Sumir eru til dæmis með miklar tekjur en litlar ráðstöfunartekjur og þá bitnar það á þeim," segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira