Börn valin eftir tekjum en ekki tannskemmdum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. maí 2011 19:00 Ósanngjarnt er að mismuna börnum eftir launum foreldra sinna þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Þetta segir formaður Tannlæknafélagsins. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að um tvö hundruð umsóknir hafa þegar borist um endurgjaldslausa tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra. Tennur barnanna eru margar hverjar illa farnar. Dæmi er um að draga þurfti tennur úr fjórtán ára stúlku þar sem þær voru svo brunnar og að börn séu á verkjalyfjum í langan tíma vegna tannpínu. Af þeim umsóknum sem hafa borist eru fjörtíu frá foreldrum utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins er boðið upp á tannlæknaþjónustuna í Reykjavík og þurfa börnin því að koma þangað. Foreldrarnir geta sótt um að fá endurgreiddan ferðakostnaðinn, það er bensínkostnað eða áætlunarferð. Formaður Tannlæknafélags Íslands er ósáttur við þetta fyrirkomulag. Hann telur að það hefði bæði verið betra fyrir foreldrana og börnin að geta fengið tannlæknaþjónustuna í sínu bæjarfélagi auk þess sem það hefði verið ódýrara fyrir stjórnvöld. „Við erum ósátt við það hvernig þessum fjármunum er varið. Við hefðum frekar vilja sjá að fénu væri varið í tannlækningarnar sjálfar en ekki ferðakostnað," segir formaður Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. Sigurður bendir á að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og að það þurfi að finna framtíðarlausn á þessum málum. „Það á leysa málin málið heildstætt með aðkomu allra tannlækna. Það þarf að hugsa fram í tímann," segir Sigurður. Sigurður segir þó jákvætt að verið sé að gera eitthvað fyrir þennan hóp. Ósanngjarnt sé hins vegar að börnum sé mismunað eftir launum foreldra sinna. „Þarna er verið að velja börn eftir tekjum en ekki tannskemmdum. Sumir eru til dæmis með miklar tekjur en litlar ráðstöfunartekjur og þá bitnar það á þeim," segir Sigurður að lokum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Ósanngjarnt er að mismuna börnum eftir launum foreldra sinna þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Þetta segir formaður Tannlæknafélagsins. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að um tvö hundruð umsóknir hafa þegar borist um endurgjaldslausa tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra. Tennur barnanna eru margar hverjar illa farnar. Dæmi er um að draga þurfti tennur úr fjórtán ára stúlku þar sem þær voru svo brunnar og að börn séu á verkjalyfjum í langan tíma vegna tannpínu. Af þeim umsóknum sem hafa borist eru fjörtíu frá foreldrum utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins er boðið upp á tannlæknaþjónustuna í Reykjavík og þurfa börnin því að koma þangað. Foreldrarnir geta sótt um að fá endurgreiddan ferðakostnaðinn, það er bensínkostnað eða áætlunarferð. Formaður Tannlæknafélags Íslands er ósáttur við þetta fyrirkomulag. Hann telur að það hefði bæði verið betra fyrir foreldrana og börnin að geta fengið tannlæknaþjónustuna í sínu bæjarfélagi auk þess sem það hefði verið ódýrara fyrir stjórnvöld. „Við erum ósátt við það hvernig þessum fjármunum er varið. Við hefðum frekar vilja sjá að fénu væri varið í tannlækningarnar sjálfar en ekki ferðakostnað," segir formaður Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. Sigurður bendir á að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og að það þurfi að finna framtíðarlausn á þessum málum. „Það á leysa málin málið heildstætt með aðkomu allra tannlækna. Það þarf að hugsa fram í tímann," segir Sigurður. Sigurður segir þó jákvætt að verið sé að gera eitthvað fyrir þennan hóp. Ósanngjarnt sé hins vegar að börnum sé mismunað eftir launum foreldra sinna. „Þarna er verið að velja börn eftir tekjum en ekki tannskemmdum. Sumir eru til dæmis með miklar tekjur en litlar ráðstöfunartekjur og þá bitnar það á þeim," segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira