Enski boltinn

Steve Bruce tileinkaði Stóra Sam sigurinn á Blackburn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Bruce, stjóri Sunderland er góður vinur Sam Allardyce, sem var rekinn frá Blackburn í síðasta mánuði. Sunderland vann 3-0 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag og Bruce sá ástæðu til þess að minnast vinar síns í leikslok.

„Ég vil tileinka Sam þennan sigur í dag. Ég veit að hann er ekki hrifinn af því að við höfum unnið hans gamla lið en eftir það sem gerðist fyrir hann á dögunum þá mun ég glaður skála fyrir honum í kvöld," sagði Steve Bruce.

Sam Allardyce var rekinn eftir 2-1 tap Blackburn Rovers á móti Bolton 13. desember síðastliðinn og aðstoðarmaður hans Steve Kean tók við liðinu.

Blackburn hefur síðan spilað fjóra leiki, unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað tveimur, fyrir Sunderland og svo Stoke City.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×