Enski boltinn

Redknapp: Það er frábært að ná í níu stig á einni viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham stýrði sínum mönnum til 1-0 sigurs á Fulham á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag en Spurs-liðið hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína yfir hátíðirnar. Tottenham komst upp fyrir Chelsea og upp í 4. sætið en Chelsea getur náð sætinu á ný með sigri á móti Aston Villa á morgun.

„Þetta var erfiður leikur og Fulham á hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Þeir spiluðu mjög vel og settu okkur undir mikla pressu. Það var jöfnunarmark í loftinu," sagði Harry Redknapp en Tottenham hélt hreinu annan leikinn í röð og mark Gareth Bale dugði því til sigurs.

Tottenham vann fyrr í vikunni 2-1 sigur á Aston Villa og 2-0 sigur á Newcastle.

„Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild og það var eins og við værum bensínslausir eftir að hafa spilað með tíu menn bæði á sunnudag og þriðjudag. Það er frábært að ná í níu stig á einni viku," sagði Redknapp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×