Erlent

Ofsaveður skollið á í Danmörku, tré rifna upp með rótum

Ofsaveðrið sem herjaði á Skotland í gærdag kom inn yfir stendur Vestur Jótlands snemma í morgun. Vindstyrkurinn samsvarar fellibyl en hann er 45 til 50 metrar á sekúndu.

Björgunarsveitir á Jótlandi hafa sinnt tugum útkalla í morgun vegna skaða sem ofsaveðrið hefur valdið en dæmi eru um að stór tré hafi rifnað upp með rótum í verstu hviðunum.

Reiknað er með að veðrið nái til Sjálands og Kaupmannahafnar síðdegis í dag og valdi verulegum truflunum á samkvæmislífi Dana en í kvöld hefst helsta jólahlaðborðahelgin í landinu.

Í Skotland náðu hviðurnar í þessu ofsaveðri allt að 70 metrum á sekúndu. Þar urðu miklar truflanir á samgöngum og um 50.000 manns eru án rafmagns eftir veðrið. Hundruðum skóla var lokað og umferð lá niðri um helstu vegi og brýr í Skotlandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×