Erlent

Skotárás í Hollywood

Frá vettvangi skotárásarinnar.
Frá vettvangi skotárásarinnar. mynd/LATIMES
Vígamaður skaut af handahófi á vegfarendur og bifreiðar í Hollywood nú fyrir stuttu. Ekki er vitað til þess að einhver hafi látið lífið í skotárásinni en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Los Angeles særðist ökumaður bifhjóls eftir að byssumaðurinn skaut hann í höfuðið.

Ökumanninum var komið á spítala og er líðan hans góð eftir atvikum.

Sjónarvottar segja vígamanninn hafa gengið niður Vine-stræti í Hollywood og skotið á vegfarendur.

Maðurinn var skotinn til bana af tveimur lögreglumönnum sem komu á staðinn stuttu eftir að skotárásin hófst.

Ekkert hefur verið gefið upp um tilefni skotárásinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×