Erlent

Fundinn sekur um að planka

Hart á góðri stundu.
Hart á góðri stundu. mynd/smoking gun
Alexander Hartmynd/smoking gun
Nitján ára gamall piltur frá Wisconsin í Bandaríkjunum var fundinn sekur um að hafa plankað á lögreglubíl, hraðbanka og minnismerki. Hann var handtekinn eftir að hann birtir myndir af plankinu á samskiptasíðunni Facebook.

Alexander Hart var fundinn sekur um róstusamlega hegðun og var dæmdur til að greiða 303 dollara í skaðabætur.

Plank-ævintýri Harts átti sér stað fyrr á þessu ári. Bróðir Harts var með för og tók ljósmyndirnar.

Hart sagði dómaranum að myndirnar hefðu verið falsaðar. Því miður hafði bróðir hans einnig tekið upp myndband og sett það á Facebook.

Talsmaður lögreglunnar í Wisconsin segir að fólki sé aðeins leyft að planka á einkaeigum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×