Erlent

Lokaprófin reynast sumum erfið

Háskólanemi tapaði sér á bókasafni í Kalíforníu fyrr í vikunni. Hún sagði samnemendur sína anda of hátt. Vitanlega voru snjallsímarnir á lofti og náðist bræðikastið á myndband.

Í fyrstu reyndi nemandinn að halda ró sinni en þegar aðrir aðrir nemendur báðu hana um að lækka róminn fékk hún nóg og öskraði yfir lestrarsalinn.

Um 50 nemendur voru í salnum þegar atvikið átti sér stað. Einn af þeim birti færslu á samskiptasíðunni Twitter og sagði uppákomuna hafa verið afar dramatíska.

Sumir hafa þó komið nemandanum til varnar og segja álagið sem fylgi lokaprófum oft vera yfirþyrmandi. Aðrir hafa bent á að óstýrlátu nemendurnir hafi ögrað stúlkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×