Riðlakeppni undankeppni EM lýkur í kvöld en Ísland og England eru tvær af þeim þjóðum sem hafa þegar lokið keppni. Fimm sæti á EM eru í boði á lokakvöldinu en England, Spánn, Þýskaland, Ítalía og Holland hafa þegar tryggt sig inn á EM auk gestgjafa Póllands og Úkraínu.
Tvö af þessum fimm sætum gætu komið í hlut liða í íslenska riðlinum. Danmörk og Portúgal mætast á Parken í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum, þar sem Portúgölum nægir jafntefli. Liðið í öðru sæti á hins vegar mjög góðan möguleika á því að komast beint áfram sem liðið í 2. sæti sem nær bestum árangri. Hin átta liðin sem lenda í öðru sæti í sínum riðli fara síðan umspil um fjögur laus sæti á EM.
Danir eru sem stendur í öðru sæti í okkar riðli en eru það lið sem státar af bestum árangri í öðru sætinu. Ef Svíar vinna Hollendinga gæti það breyst en Króatar og Rússar (ef þeir vinna ekki sinn riðil) gætu einnig blandað sér í baráttuna, þótt mikið þurfi reyndar að gerast til þess að svo verði.
Tvö upp úr okkar riðli á lokakvöldi riðlakeppni EM?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



