Gríðarlega ósáttur við niðurstöðuna - hvetur aðra til að kæra 7. nóvember 2011 16:05 Hallur Reynisson var í viðtali á Stöð 2 í september eftir að hann lagði fram kæruna. mynd/stöð2 „Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. Hallur taldi að með því að veita konum sérstakan afslátt væri verið að brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefndin vísaði kærunni frá í dag á þeim forsendum að hann hefði ekki „einstaklingsbundnar hagsmuni" af úrlausn málsins. Í niðustöðunni segir að hann hafi ekki byggt mál sitt á því að hann ætti persónulega hagsmuni umfram aðra einstaklinga af úrlausn málsins. „Þar sem á það hugtaksskilyrði skortir verður því að vísa máli þessu frá kærunefnd." „Málinu var vísað frá af því ég keypti mér ekki vöru innan hagkaupa þó ég varð vitni að mismunun aftur og aftur. Að segja að ég hafi ekki orðið fyrir þessu misrétti er bara út í hött. Mig langaði að kaupa mér mat en ég ætlaði ekki að láta mismuna mér og fyrir það er mér refsað þannig ég get ekki kært það," segir hann. „Ég vil meina að það sé lítilmannlega gert að horfa fram hjá þessu og segja: Hann keypti sér ekki epli og því skiptir þetta hann engu máli. Þetta skiptir yfir 50 prósent Íslendinga máli því það eru fjölmargar konur sem fannst þetta niðrandi," segir hann og hvetur þá sem telja á sér brotið til að leggja fram kæru. „Því greinilega má ég ekki kæra þetta átak, segja þau, af því að ég get ekki sýnt fram á að ég keypti mér epli fyrir óhagstæðara verð af því að ég er með lim." Hallur segist nú íhuga að fara með málið lengra og kæra aftur á öðrum forsendum. Hann hefur nú þegar haft samband við starfsmann hjá Jafnréttisstofu sem ætlar að hjálpa honum með undirbúninginn. „Vonandi hjálpar hún mér," segir hann að lokum. Tengdar fréttir Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
„Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. Hallur taldi að með því að veita konum sérstakan afslátt væri verið að brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefndin vísaði kærunni frá í dag á þeim forsendum að hann hefði ekki „einstaklingsbundnar hagsmuni" af úrlausn málsins. Í niðustöðunni segir að hann hafi ekki byggt mál sitt á því að hann ætti persónulega hagsmuni umfram aðra einstaklinga af úrlausn málsins. „Þar sem á það hugtaksskilyrði skortir verður því að vísa máli þessu frá kærunefnd." „Málinu var vísað frá af því ég keypti mér ekki vöru innan hagkaupa þó ég varð vitni að mismunun aftur og aftur. Að segja að ég hafi ekki orðið fyrir þessu misrétti er bara út í hött. Mig langaði að kaupa mér mat en ég ætlaði ekki að láta mismuna mér og fyrir það er mér refsað þannig ég get ekki kært það," segir hann. „Ég vil meina að það sé lítilmannlega gert að horfa fram hjá þessu og segja: Hann keypti sér ekki epli og því skiptir þetta hann engu máli. Þetta skiptir yfir 50 prósent Íslendinga máli því það eru fjölmargar konur sem fannst þetta niðrandi," segir hann og hvetur þá sem telja á sér brotið til að leggja fram kæru. „Því greinilega má ég ekki kæra þetta átak, segja þau, af því að ég get ekki sýnt fram á að ég keypti mér epli fyrir óhagstæðara verð af því að ég er með lim." Hallur segist nú íhuga að fara með málið lengra og kæra aftur á öðrum forsendum. Hann hefur nú þegar haft samband við starfsmann hjá Jafnréttisstofu sem ætlar að hjálpa honum með undirbúninginn. „Vonandi hjálpar hún mér," segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33