Gríðarlega ósáttur við niðurstöðuna - hvetur aðra til að kæra 7. nóvember 2011 16:05 Hallur Reynisson var í viðtali á Stöð 2 í september eftir að hann lagði fram kæruna. mynd/stöð2 „Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. Hallur taldi að með því að veita konum sérstakan afslátt væri verið að brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefndin vísaði kærunni frá í dag á þeim forsendum að hann hefði ekki „einstaklingsbundnar hagsmuni" af úrlausn málsins. Í niðustöðunni segir að hann hafi ekki byggt mál sitt á því að hann ætti persónulega hagsmuni umfram aðra einstaklinga af úrlausn málsins. „Þar sem á það hugtaksskilyrði skortir verður því að vísa máli þessu frá kærunefnd." „Málinu var vísað frá af því ég keypti mér ekki vöru innan hagkaupa þó ég varð vitni að mismunun aftur og aftur. Að segja að ég hafi ekki orðið fyrir þessu misrétti er bara út í hött. Mig langaði að kaupa mér mat en ég ætlaði ekki að láta mismuna mér og fyrir það er mér refsað þannig ég get ekki kært það," segir hann. „Ég vil meina að það sé lítilmannlega gert að horfa fram hjá þessu og segja: Hann keypti sér ekki epli og því skiptir þetta hann engu máli. Þetta skiptir yfir 50 prósent Íslendinga máli því það eru fjölmargar konur sem fannst þetta niðrandi," segir hann og hvetur þá sem telja á sér brotið til að leggja fram kæru. „Því greinilega má ég ekki kæra þetta átak, segja þau, af því að ég get ekki sýnt fram á að ég keypti mér epli fyrir óhagstæðara verð af því að ég er með lim." Hallur segist nú íhuga að fara með málið lengra og kæra aftur á öðrum forsendum. Hann hefur nú þegar haft samband við starfsmann hjá Jafnréttisstofu sem ætlar að hjálpa honum með undirbúninginn. „Vonandi hjálpar hún mér," segir hann að lokum. Tengdar fréttir Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
„Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. Hallur taldi að með því að veita konum sérstakan afslátt væri verið að brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefndin vísaði kærunni frá í dag á þeim forsendum að hann hefði ekki „einstaklingsbundnar hagsmuni" af úrlausn málsins. Í niðustöðunni segir að hann hafi ekki byggt mál sitt á því að hann ætti persónulega hagsmuni umfram aðra einstaklinga af úrlausn málsins. „Þar sem á það hugtaksskilyrði skortir verður því að vísa máli þessu frá kærunefnd." „Málinu var vísað frá af því ég keypti mér ekki vöru innan hagkaupa þó ég varð vitni að mismunun aftur og aftur. Að segja að ég hafi ekki orðið fyrir þessu misrétti er bara út í hött. Mig langaði að kaupa mér mat en ég ætlaði ekki að láta mismuna mér og fyrir það er mér refsað þannig ég get ekki kært það," segir hann. „Ég vil meina að það sé lítilmannlega gert að horfa fram hjá þessu og segja: Hann keypti sér ekki epli og því skiptir þetta hann engu máli. Þetta skiptir yfir 50 prósent Íslendinga máli því það eru fjölmargar konur sem fannst þetta niðrandi," segir hann og hvetur þá sem telja á sér brotið til að leggja fram kæru. „Því greinilega má ég ekki kæra þetta átak, segja þau, af því að ég get ekki sýnt fram á að ég keypti mér epli fyrir óhagstæðara verð af því að ég er með lim." Hallur segist nú íhuga að fara með málið lengra og kæra aftur á öðrum forsendum. Hann hefur nú þegar haft samband við starfsmann hjá Jafnréttisstofu sem ætlar að hjálpa honum með undirbúninginn. „Vonandi hjálpar hún mér," segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7. nóvember 2011 13:33