Lífið

Málflutningur Gillzeneggers á villigötum

Egill er þykkur í sjónvarpsauglýsingum fyrir símaskrána en fyrir töfra hefur mitti hans minnkað á forsíðunni.
Egill er þykkur í sjónvarpsauglýsingum fyrir símaskrána en fyrir töfra hefur mitti hans minnkað á forsíðunni.
„Af þessum myndum að dæma virðist Egill hafa rangt fyrir sér. Því miður," segir ljósmyndarinn Árni Torfason.

 

Eins og fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudaginn virðist mynd af Agli Einarssyni, á forsíðu símaskráarinnar, vera mikið unnin í myndvinnsluforritinu Photoshop. Þegar myndinni er stillt upp við hlið skjáskots úr sjónvarpsauglýsingu símaskráarinnar kemur í ljós að mitti Egils hefur verið minnkað ásamt því að skerpt hefur verið á öðrum vöðvum. Egill þvertekur fyrir það og segir hlutföllum hafa verið breytt þannig að hann virki breiðari í sjónvarpsauglýsingunni.



Árni er ljósmyndari og með góða þekkingu á Photoshop. Hann telur að Egill sé að skýla sér á bak við tóma vitleysu. „Mér finnst ólíklegt að kvikmyndatökumenn séu að taka upp í þessu gamla 4:3 sniði og teygja upp í 16:9," segir Árni. „Það meikar ekkert sens að það eigi bara við mittið á honum en ekki andlit og annað."

 

Árni ítrekar þó að erfitt geti reynst að sanna það nema upprunalega myndin verði birt. „Egill er kannski tilbúinn að leyfa okkur að sjá hana. Það væri gaman," segir hann.

 

Alþekkt er í auglýsingabransanum að myndir séu mikið unnar, enda gilda önnur lögmál um þær en til dæmis um fréttaljósmyndir. Árni furðar sig á því að Egill neiti því að hafa verið tekinn í gegn í myndvinnsluforriti, enda eðlilegt að slíkt sé gert. „Gillz er auðvitað hrikalega flottur eins og hann er," segir Árni. „Kannski þurfti hann ekki á þessu að halda."

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.