Umfjöllun: Sama gamla sagan gegn Dönum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2011 17:14 Mynd/Daníel Ekkert varð af því að Ísland ynni sinn fyrsta sigur á Dönum á knattspyrnuvellinum í dag þegar liðin mættust í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli. Danir unnu 2-0 sigur í leiknum. Varamaðurinn Lasse Schöne kom Dönum yfir á 60. mínútu og Christian Eriksen tryggði þeim endanlega sigurinn stundarfjórðungi síðar. Bæði mörkin komu með skoti utan teigs eftir að íslenska vörnin svaf á verðinum. Það er þó ekki hægt að segja að Danir hafi boðið upp á neinn sambabolta í kvöld því að Ísland var síst minna með boltann lengst af. Munurinn var einfaldlega sá að Danir voru mun duglegri að ógna marki andstæðingsins og því fór sem fór. Fyrsti 30 mínúturnar í leiknum buðu ekki upp á skemmtilega knattspyrnu en Íslendingar hresstust mjög og voru mun sterkari aðilinn síðasta stundarfjórðunginn fyrir hlé. Ísland var að vinna boltann aftarlega á vellinum og voru fljótir að koma honum upp að marki andstæðingsins. En þá kom saga leiksins - marki gestanna var nánast aldrei ógnað að einhverju ráði. Helst komst Heiðar Helguson nálægt því með skalla eftir horn í lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður, allavega framan af. Þar til að varamaðurinn Schöne kom Dönum yfir. Allt í einu fengu dönsku miðjumennirnir að athafna sig að vild fyrir utan markteiginn og Schöne þakkaði fyrir sig og þrumaði knettinum í markið. Fimmtán mínútum síðar kom annað mark og var það ekki ósvipað. Dennis Rommedahl renndi boltanum út á Christian Eriksen sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Í báðum þessum mörkum leyfðu varnarmenn Íslands þeim Schöne og Eriksen að taka skotið án þess að ógna þeim að verulegu ráði. Stundareinbeitingarleysi sem reyndist afar dýrkeypt. Ísland vinnur ekki Dani og helst ekki alvöru leik, þrátt fyrir að hafa spilað lengst af ágætlega. Það er niðurstaðan eftir þennan leik. Sagan endurtekur sig, hvað eftir annað, án þess að lausnin finnist. Það verður ekki sakast við leikmenn Íslands að þeir lögðu mikið á sig í kvöld en eins og svo oft áður er ekki spurt að því - úrslitin eru það sem verður skráð í sögubækurnar. Ísland er því enn með eitt stig í undankeppni EM 2012 eftir fimm leiki. Ísland - Danmörk 0-2Dómari: Firat Aydinus, TyrklandiSkot (á mark): 8-11 (2-6)Varin skot: Stefán Logi 4 - Sörensen 2Hornspyrnur: 2-5Aukaspyrnur fengnar: 15-14Rangstæður: 2-4 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Ekkert varð af því að Ísland ynni sinn fyrsta sigur á Dönum á knattspyrnuvellinum í dag þegar liðin mættust í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli. Danir unnu 2-0 sigur í leiknum. Varamaðurinn Lasse Schöne kom Dönum yfir á 60. mínútu og Christian Eriksen tryggði þeim endanlega sigurinn stundarfjórðungi síðar. Bæði mörkin komu með skoti utan teigs eftir að íslenska vörnin svaf á verðinum. Það er þó ekki hægt að segja að Danir hafi boðið upp á neinn sambabolta í kvöld því að Ísland var síst minna með boltann lengst af. Munurinn var einfaldlega sá að Danir voru mun duglegri að ógna marki andstæðingsins og því fór sem fór. Fyrsti 30 mínúturnar í leiknum buðu ekki upp á skemmtilega knattspyrnu en Íslendingar hresstust mjög og voru mun sterkari aðilinn síðasta stundarfjórðunginn fyrir hlé. Ísland var að vinna boltann aftarlega á vellinum og voru fljótir að koma honum upp að marki andstæðingsins. En þá kom saga leiksins - marki gestanna var nánast aldrei ógnað að einhverju ráði. Helst komst Heiðar Helguson nálægt því með skalla eftir horn í lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður, allavega framan af. Þar til að varamaðurinn Schöne kom Dönum yfir. Allt í einu fengu dönsku miðjumennirnir að athafna sig að vild fyrir utan markteiginn og Schöne þakkaði fyrir sig og þrumaði knettinum í markið. Fimmtán mínútum síðar kom annað mark og var það ekki ósvipað. Dennis Rommedahl renndi boltanum út á Christian Eriksen sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Í báðum þessum mörkum leyfðu varnarmenn Íslands þeim Schöne og Eriksen að taka skotið án þess að ógna þeim að verulegu ráði. Stundareinbeitingarleysi sem reyndist afar dýrkeypt. Ísland vinnur ekki Dani og helst ekki alvöru leik, þrátt fyrir að hafa spilað lengst af ágætlega. Það er niðurstaðan eftir þennan leik. Sagan endurtekur sig, hvað eftir annað, án þess að lausnin finnist. Það verður ekki sakast við leikmenn Íslands að þeir lögðu mikið á sig í kvöld en eins og svo oft áður er ekki spurt að því - úrslitin eru það sem verður skráð í sögubækurnar. Ísland er því enn með eitt stig í undankeppni EM 2012 eftir fimm leiki. Ísland - Danmörk 0-2Dómari: Firat Aydinus, TyrklandiSkot (á mark): 8-11 (2-6)Varin skot: Stefán Logi 4 - Sörensen 2Hornspyrnur: 2-5Aukaspyrnur fengnar: 15-14Rangstæður: 2-4
Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira