Umfjöllun: Sama gamla sagan gegn Dönum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2011 17:14 Mynd/Daníel Ekkert varð af því að Ísland ynni sinn fyrsta sigur á Dönum á knattspyrnuvellinum í dag þegar liðin mættust í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli. Danir unnu 2-0 sigur í leiknum. Varamaðurinn Lasse Schöne kom Dönum yfir á 60. mínútu og Christian Eriksen tryggði þeim endanlega sigurinn stundarfjórðungi síðar. Bæði mörkin komu með skoti utan teigs eftir að íslenska vörnin svaf á verðinum. Það er þó ekki hægt að segja að Danir hafi boðið upp á neinn sambabolta í kvöld því að Ísland var síst minna með boltann lengst af. Munurinn var einfaldlega sá að Danir voru mun duglegri að ógna marki andstæðingsins og því fór sem fór. Fyrsti 30 mínúturnar í leiknum buðu ekki upp á skemmtilega knattspyrnu en Íslendingar hresstust mjög og voru mun sterkari aðilinn síðasta stundarfjórðunginn fyrir hlé. Ísland var að vinna boltann aftarlega á vellinum og voru fljótir að koma honum upp að marki andstæðingsins. En þá kom saga leiksins - marki gestanna var nánast aldrei ógnað að einhverju ráði. Helst komst Heiðar Helguson nálægt því með skalla eftir horn í lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður, allavega framan af. Þar til að varamaðurinn Schöne kom Dönum yfir. Allt í einu fengu dönsku miðjumennirnir að athafna sig að vild fyrir utan markteiginn og Schöne þakkaði fyrir sig og þrumaði knettinum í markið. Fimmtán mínútum síðar kom annað mark og var það ekki ósvipað. Dennis Rommedahl renndi boltanum út á Christian Eriksen sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Í báðum þessum mörkum leyfðu varnarmenn Íslands þeim Schöne og Eriksen að taka skotið án þess að ógna þeim að verulegu ráði. Stundareinbeitingarleysi sem reyndist afar dýrkeypt. Ísland vinnur ekki Dani og helst ekki alvöru leik, þrátt fyrir að hafa spilað lengst af ágætlega. Það er niðurstaðan eftir þennan leik. Sagan endurtekur sig, hvað eftir annað, án þess að lausnin finnist. Það verður ekki sakast við leikmenn Íslands að þeir lögðu mikið á sig í kvöld en eins og svo oft áður er ekki spurt að því - úrslitin eru það sem verður skráð í sögubækurnar. Ísland er því enn með eitt stig í undankeppni EM 2012 eftir fimm leiki. Ísland - Danmörk 0-2Dómari: Firat Aydinus, TyrklandiSkot (á mark): 8-11 (2-6)Varin skot: Stefán Logi 4 - Sörensen 2Hornspyrnur: 2-5Aukaspyrnur fengnar: 15-14Rangstæður: 2-4 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Ekkert varð af því að Ísland ynni sinn fyrsta sigur á Dönum á knattspyrnuvellinum í dag þegar liðin mættust í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli. Danir unnu 2-0 sigur í leiknum. Varamaðurinn Lasse Schöne kom Dönum yfir á 60. mínútu og Christian Eriksen tryggði þeim endanlega sigurinn stundarfjórðungi síðar. Bæði mörkin komu með skoti utan teigs eftir að íslenska vörnin svaf á verðinum. Það er þó ekki hægt að segja að Danir hafi boðið upp á neinn sambabolta í kvöld því að Ísland var síst minna með boltann lengst af. Munurinn var einfaldlega sá að Danir voru mun duglegri að ógna marki andstæðingsins og því fór sem fór. Fyrsti 30 mínúturnar í leiknum buðu ekki upp á skemmtilega knattspyrnu en Íslendingar hresstust mjög og voru mun sterkari aðilinn síðasta stundarfjórðunginn fyrir hlé. Ísland var að vinna boltann aftarlega á vellinum og voru fljótir að koma honum upp að marki andstæðingsins. En þá kom saga leiksins - marki gestanna var nánast aldrei ógnað að einhverju ráði. Helst komst Heiðar Helguson nálægt því með skalla eftir horn í lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður, allavega framan af. Þar til að varamaðurinn Schöne kom Dönum yfir. Allt í einu fengu dönsku miðjumennirnir að athafna sig að vild fyrir utan markteiginn og Schöne þakkaði fyrir sig og þrumaði knettinum í markið. Fimmtán mínútum síðar kom annað mark og var það ekki ósvipað. Dennis Rommedahl renndi boltanum út á Christian Eriksen sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Í báðum þessum mörkum leyfðu varnarmenn Íslands þeim Schöne og Eriksen að taka skotið án þess að ógna þeim að verulegu ráði. Stundareinbeitingarleysi sem reyndist afar dýrkeypt. Ísland vinnur ekki Dani og helst ekki alvöru leik, þrátt fyrir að hafa spilað lengst af ágætlega. Það er niðurstaðan eftir þennan leik. Sagan endurtekur sig, hvað eftir annað, án þess að lausnin finnist. Það verður ekki sakast við leikmenn Íslands að þeir lögðu mikið á sig í kvöld en eins og svo oft áður er ekki spurt að því - úrslitin eru það sem verður skráð í sögubækurnar. Ísland er því enn með eitt stig í undankeppni EM 2012 eftir fimm leiki. Ísland - Danmörk 0-2Dómari: Firat Aydinus, TyrklandiSkot (á mark): 8-11 (2-6)Varin skot: Stefán Logi 4 - Sörensen 2Hornspyrnur: 2-5Aukaspyrnur fengnar: 15-14Rangstæður: 2-4
Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn