Umfjöllun: Sama gamla sagan gegn Dönum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2011 17:14 Mynd/Daníel Ekkert varð af því að Ísland ynni sinn fyrsta sigur á Dönum á knattspyrnuvellinum í dag þegar liðin mættust í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli. Danir unnu 2-0 sigur í leiknum. Varamaðurinn Lasse Schöne kom Dönum yfir á 60. mínútu og Christian Eriksen tryggði þeim endanlega sigurinn stundarfjórðungi síðar. Bæði mörkin komu með skoti utan teigs eftir að íslenska vörnin svaf á verðinum. Það er þó ekki hægt að segja að Danir hafi boðið upp á neinn sambabolta í kvöld því að Ísland var síst minna með boltann lengst af. Munurinn var einfaldlega sá að Danir voru mun duglegri að ógna marki andstæðingsins og því fór sem fór. Fyrsti 30 mínúturnar í leiknum buðu ekki upp á skemmtilega knattspyrnu en Íslendingar hresstust mjög og voru mun sterkari aðilinn síðasta stundarfjórðunginn fyrir hlé. Ísland var að vinna boltann aftarlega á vellinum og voru fljótir að koma honum upp að marki andstæðingsins. En þá kom saga leiksins - marki gestanna var nánast aldrei ógnað að einhverju ráði. Helst komst Heiðar Helguson nálægt því með skalla eftir horn í lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður, allavega framan af. Þar til að varamaðurinn Schöne kom Dönum yfir. Allt í einu fengu dönsku miðjumennirnir að athafna sig að vild fyrir utan markteiginn og Schöne þakkaði fyrir sig og þrumaði knettinum í markið. Fimmtán mínútum síðar kom annað mark og var það ekki ósvipað. Dennis Rommedahl renndi boltanum út á Christian Eriksen sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Í báðum þessum mörkum leyfðu varnarmenn Íslands þeim Schöne og Eriksen að taka skotið án þess að ógna þeim að verulegu ráði. Stundareinbeitingarleysi sem reyndist afar dýrkeypt. Ísland vinnur ekki Dani og helst ekki alvöru leik, þrátt fyrir að hafa spilað lengst af ágætlega. Það er niðurstaðan eftir þennan leik. Sagan endurtekur sig, hvað eftir annað, án þess að lausnin finnist. Það verður ekki sakast við leikmenn Íslands að þeir lögðu mikið á sig í kvöld en eins og svo oft áður er ekki spurt að því - úrslitin eru það sem verður skráð í sögubækurnar. Ísland er því enn með eitt stig í undankeppni EM 2012 eftir fimm leiki. Ísland - Danmörk 0-2Dómari: Firat Aydinus, TyrklandiSkot (á mark): 8-11 (2-6)Varin skot: Stefán Logi 4 - Sörensen 2Hornspyrnur: 2-5Aukaspyrnur fengnar: 15-14Rangstæður: 2-4 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Ekkert varð af því að Ísland ynni sinn fyrsta sigur á Dönum á knattspyrnuvellinum í dag þegar liðin mættust í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli. Danir unnu 2-0 sigur í leiknum. Varamaðurinn Lasse Schöne kom Dönum yfir á 60. mínútu og Christian Eriksen tryggði þeim endanlega sigurinn stundarfjórðungi síðar. Bæði mörkin komu með skoti utan teigs eftir að íslenska vörnin svaf á verðinum. Það er þó ekki hægt að segja að Danir hafi boðið upp á neinn sambabolta í kvöld því að Ísland var síst minna með boltann lengst af. Munurinn var einfaldlega sá að Danir voru mun duglegri að ógna marki andstæðingsins og því fór sem fór. Fyrsti 30 mínúturnar í leiknum buðu ekki upp á skemmtilega knattspyrnu en Íslendingar hresstust mjög og voru mun sterkari aðilinn síðasta stundarfjórðunginn fyrir hlé. Ísland var að vinna boltann aftarlega á vellinum og voru fljótir að koma honum upp að marki andstæðingsins. En þá kom saga leiksins - marki gestanna var nánast aldrei ógnað að einhverju ráði. Helst komst Heiðar Helguson nálægt því með skalla eftir horn í lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður, allavega framan af. Þar til að varamaðurinn Schöne kom Dönum yfir. Allt í einu fengu dönsku miðjumennirnir að athafna sig að vild fyrir utan markteiginn og Schöne þakkaði fyrir sig og þrumaði knettinum í markið. Fimmtán mínútum síðar kom annað mark og var það ekki ósvipað. Dennis Rommedahl renndi boltanum út á Christian Eriksen sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Í báðum þessum mörkum leyfðu varnarmenn Íslands þeim Schöne og Eriksen að taka skotið án þess að ógna þeim að verulegu ráði. Stundareinbeitingarleysi sem reyndist afar dýrkeypt. Ísland vinnur ekki Dani og helst ekki alvöru leik, þrátt fyrir að hafa spilað lengst af ágætlega. Það er niðurstaðan eftir þennan leik. Sagan endurtekur sig, hvað eftir annað, án þess að lausnin finnist. Það verður ekki sakast við leikmenn Íslands að þeir lögðu mikið á sig í kvöld en eins og svo oft áður er ekki spurt að því - úrslitin eru það sem verður skráð í sögubækurnar. Ísland er því enn með eitt stig í undankeppni EM 2012 eftir fimm leiki. Ísland - Danmörk 0-2Dómari: Firat Aydinus, TyrklandiSkot (á mark): 8-11 (2-6)Varin skot: Stefán Logi 4 - Sörensen 2Hornspyrnur: 2-5Aukaspyrnur fengnar: 15-14Rangstæður: 2-4
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira