Erlent

Geirvörtur geta horfið ef reykt er eftir brjóstastækkun

Dr. Anthony Youn telur að níkótín og kolsýringur hindri blóðflæði til þeirra svæða líkamans sem hafa gengið undir skurðaðgerð.
Dr. Anthony Youn telur að níkótín og kolsýringur hindri blóðflæði til þeirra svæða líkamans sem hafa gengið undir skurðaðgerð. mynd/AFP
Einn fremsti lýtalæknir Bandaríkjanna fullyrðir að reykingar í kjölfar brjóstastækkunnar geti leitt til þess að geirvörtur hverfi.

Dr. Anthony Youn telur að níkótín og kolsýringur hindri blóðflæði til þeirra svæða líkamans sem hafa gengið undir skurðaðgerð. Hann segir afleiðingarnar geta verið skelfilegar.

Í viðtali á fréttastöðinni CNN sagði Youn að eiturefnin sem fylgi reykingum virki sem æðaklemmur og drepi í raun þau svæði sem þarfnist óheflaðs blóðflæðis.

Youn segist marg oft hafa gert að sárum sjúklinga sinna sem reykja. Hann segir að geirvörtur kvenna sem hafa látið stækka brjóst sín hafa orðið fjólubláar og á endanum tekið að hverfa. Hætta sé á að geirvörturnar verði svartar og hreinlega detti af ef sjúklingarnir láta ekki gera að sárum sínum.

Youn tók fram að reykingar geti haft áhrif á allar lýtaaðgerðir. Hann segist einnig hafa séð hvernig hold hafi tekið að sýkjast eftir svuntuaðgerðir og andlitslyftingar.

Hann krefst þess af sjúklingum sínum að þeir hætti reykingum nokkrum vikum fyrir aðgerð og haldi sig frá tóbaki í jafn langan tíma eftir aðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×