Erlent

Gróf barnsmóður sína lifandi

Marcin gróf unnustu sína í pappakassa. Myndin tengist ekki fréttinni.
Marcin gróf unnustu sína í pappakassa. Myndin tengist ekki fréttinni. mynd/LIGHTBOX
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi fyrr í vikunni. Hann er grunaður um að hafa grafið barnsmóður sína lifandi.

Talið er að hinn 25 ára gamli Marcin Kasprzak hafi orðið þreyttur á sambandinu sínu við Michelinu Lewandowska. Þau kynntust í Póllandi fyrir sex árum og fluttust fljótlega til Bretlands. Stuttu eftir komuna til Bretlands eignuðust þau sitt fyrsta barn.

Rétthöldin hófust í gær og í ávarpi saksóknara var aðdraganda morðtilraunarinnar lýst af nákvæmni. Talið er að Marcin hafi fengið nóg af barnsmóður sinni. Í máli saksóknara kemur fram að Marcin hafi áminnt hina 27 ára gömlu Michelinu fyrir að vera í slæmu líkamlegu formi. Marcin sagði unnustu sinni að konurnar í líkamsræktinni væru mun myndarlegri en hún myndi nokkurn tíma verða.

Talið er að Marcin hafi fengið 18 ára gamlan félaga sinn til að hjálpa sér. Marcin skaut Michelinu með raflostbyssu svo að hún lamaðist um stund. Michelina var síðan múlbundin og tjóðruð. Marcin og vitorðsmaður hans komu henni síðan fyrir í pappakassa og grófu hana síðan í nærliggjandi skógi. Marcin skar tvö loftgöt á kassann.

Því næst ók Marcin að næsta hraðbanka og tók út sparifé Michelinu.

Það tók Michaelinu rúma klukkustund að brjótast út úr gröfinni. Hún segist hafa notað trúlofunarhring sinn til að slíta fjötrarnar.

Hægt er að lesa umfjöllun The Daily Mail um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×