Erlent

Bankaræningi með fortíðarþrá útnefndur heimskastur

Maðurinn notaðir leikfangabyssu við bankaránið. Myndin tengist ekki fréttinni.
Maðurinn notaðir leikfangabyssu við bankaránið. Myndin tengist ekki fréttinni. mynd/AP
Þýskur maður hefur verið útnefndur heimskasti bankaræningi allra tíma eftir að hann reyndi ræna banka sem hafði verið lokað fyrir tæpum áratug.

Maðurinn gekk inn á skrifstofu sjúkraþjálfunarmiðstöðvar í smábænum Walchum og heimtaði peninga úr hirslum bankans. Eftir að útskýrt hafði verið fyrir manninum að bankinn væri fyrir löngu fluttur tók hann konu í gíslíngu og krafðist lausnargjalds.

Hann vildi fá 10.000 evrur fyrir líf konunnar. Þegar ljóst var að hann fengi ekki slíka upphæð lét hann konuna taka út 400 evrur úr hraðbanka.

Maðurinn flúði á stolnum bíl sem hann skildi svo eftir í útjaðri bæjarins. Hann skildi leikfangabyssuna eftir í bílnum ásamt fingraförum sínum.

Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ránstilraunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×