Vinsælast á Vísi árið 2011 - Íþróttir 30. desember 2011 07:00 Guðmundur Guðmundsson. 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu.1. Guðmundur kvartaði yfir dómurunum JANÚAR: Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag. Guðmundur átti fund í dag með yfirmanni dómaramála þar sem hann kom kvörtunum sínum á framfæri. "Ég mun kvarta á mjög málefnalegan hátt og í ró. Við erum búnir að klippa saman tíu eða tólf atriði. Þar verður farið yfir málin og spurt hvers vegna við séum að upplifa hluti eins og við sáum í þessum leik."Leikur Hauka og KR.2. María Lind kærir Köru til lögreglunnar MARS: Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. Þar er verið að ræða um Haukastelpuna Maríu Lind Sigurðardóttur sem hefur kært KR-inginn Margréti Köru Sturludóttur fyrir höggið sem má sjá í myndbandinu hér. María kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gær og lagði inn kæru.Stelpurnar okkar.3. Ísland - Angóla DESEMBER: Íslenska kvennalandsliðið náði sér aldrei á strik gegn Afríkumeistaraliði Angóla í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu í handknattlek í Brasilíu í kvöld. Flest fór úrskeiðis hjá liðinu. Varnarleikurinn var slakur og leikmenn gerðu gríðarlega mörg mistök í sóknarleiknum. Angóla sigraði 28-24 og er með pálmann í höndunum um að komast í 16-liða úrslit en staða Íslands versnaði til muna því Angóla er með betri stöðu í innbyrðisviðureigninni. Og það gæti reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið.Björgvin Páll.4. Boltinn "klesstist" á höfðinu á Björgvini - frábær íþróttaljósmynd JANÚAR: Það er ekki fyrir hvern sem er að standa í marki í handbolta og fá þrumuskot frá mótherjunum í sig. Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins gerði sér lítið fyrir og varði vítakast frá Þjóðverjum Michael Kraus í gær með höfðinu og náði Valgarður Gíslason ljósmyndari að fanga augnablikið þar sem boltinn „klessist" á höfðinu á Björgvini. Markvörðurinn virtist ekki finna fyrir skotinu. Myndin talar sínu máli og er ein af bestu ljósmyndum HM fram til þessa. Í meðfylgjandi myndasyrpu eru fleiri myndir sem Valgarður tók í leiknum gegn Þjóðverjum.Ingimundur í vörninni.5. Guðjón Valur: Diddi var enn reiður eftir leik JANÚAR: Guðjón Valur Sigurðsson var brosmildur eftir sigurinn á Austurríki í kvöld. Hann hefur gengið í gegnum margt með landsliðinu á 13 stórmótum en sigrar eins og í kvöld eru alltaf sætir. "Það var stórkostlegt að sjá hvernig vörnin stóð í seinni hálfleik. Það var í rauninni allt annað lið sem stóð á vellinum í seinni hálfleik en í þeim fyrri," sagði Guðjón. "Bjöggi var góður og það var frábært að fylgjast með Didda og Sverre. Diddi var enn í brjálæðiskasti þrem mínútum eftir að leik lauk. Þetta var ótrúlegt." AÐRAR VINSÆLAR FRÉTTIR Á ÁRINU: JANÚAR:Ótrúleg boltaleikni hjá tólf ára gutta FEBRÚAR:Essien, hvað ertu að gera við Eið Smára?Ronaldo grét er hann sagðist vera hætturMisstir þú af markinu hans Wayne Rooney? MARS:Carragher beið fyrir utan klefa United til þess að biðja Nani afsökunar APRÍL:Stórkostlegur hrekkur hjá Þórsurum JÚNÍ:Ólafur rauk af blaðamannafundi SEPTEMBER:Fimmta stjarnan á KR-búninginn OKTÓBER:Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar Fréttir ársins 2011 Íþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson. 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu.1. Guðmundur kvartaði yfir dómurunum JANÚAR: Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag. Guðmundur átti fund í dag með yfirmanni dómaramála þar sem hann kom kvörtunum sínum á framfæri. "Ég mun kvarta á mjög málefnalegan hátt og í ró. Við erum búnir að klippa saman tíu eða tólf atriði. Þar verður farið yfir málin og spurt hvers vegna við séum að upplifa hluti eins og við sáum í þessum leik."Leikur Hauka og KR.2. María Lind kærir Köru til lögreglunnar MARS: Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. Þar er verið að ræða um Haukastelpuna Maríu Lind Sigurðardóttur sem hefur kært KR-inginn Margréti Köru Sturludóttur fyrir höggið sem má sjá í myndbandinu hér. María kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gær og lagði inn kæru.Stelpurnar okkar.3. Ísland - Angóla DESEMBER: Íslenska kvennalandsliðið náði sér aldrei á strik gegn Afríkumeistaraliði Angóla í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu í handknattlek í Brasilíu í kvöld. Flest fór úrskeiðis hjá liðinu. Varnarleikurinn var slakur og leikmenn gerðu gríðarlega mörg mistök í sóknarleiknum. Angóla sigraði 28-24 og er með pálmann í höndunum um að komast í 16-liða úrslit en staða Íslands versnaði til muna því Angóla er með betri stöðu í innbyrðisviðureigninni. Og það gæti reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið.Björgvin Páll.4. Boltinn "klesstist" á höfðinu á Björgvini - frábær íþróttaljósmynd JANÚAR: Það er ekki fyrir hvern sem er að standa í marki í handbolta og fá þrumuskot frá mótherjunum í sig. Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins gerði sér lítið fyrir og varði vítakast frá Þjóðverjum Michael Kraus í gær með höfðinu og náði Valgarður Gíslason ljósmyndari að fanga augnablikið þar sem boltinn „klessist" á höfðinu á Björgvini. Markvörðurinn virtist ekki finna fyrir skotinu. Myndin talar sínu máli og er ein af bestu ljósmyndum HM fram til þessa. Í meðfylgjandi myndasyrpu eru fleiri myndir sem Valgarður tók í leiknum gegn Þjóðverjum.Ingimundur í vörninni.5. Guðjón Valur: Diddi var enn reiður eftir leik JANÚAR: Guðjón Valur Sigurðsson var brosmildur eftir sigurinn á Austurríki í kvöld. Hann hefur gengið í gegnum margt með landsliðinu á 13 stórmótum en sigrar eins og í kvöld eru alltaf sætir. "Það var stórkostlegt að sjá hvernig vörnin stóð í seinni hálfleik. Það var í rauninni allt annað lið sem stóð á vellinum í seinni hálfleik en í þeim fyrri," sagði Guðjón. "Bjöggi var góður og það var frábært að fylgjast með Didda og Sverre. Diddi var enn í brjálæðiskasti þrem mínútum eftir að leik lauk. Þetta var ótrúlegt." AÐRAR VINSÆLAR FRÉTTIR Á ÁRINU: JANÚAR:Ótrúleg boltaleikni hjá tólf ára gutta FEBRÚAR:Essien, hvað ertu að gera við Eið Smára?Ronaldo grét er hann sagðist vera hætturMisstir þú af markinu hans Wayne Rooney? MARS:Carragher beið fyrir utan klefa United til þess að biðja Nani afsökunar APRÍL:Stórkostlegur hrekkur hjá Þórsurum JÚNÍ:Ólafur rauk af blaðamannafundi SEPTEMBER:Fimmta stjarnan á KR-búninginn OKTÓBER:Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar
Fréttir ársins 2011 Íþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira