Handbolti

María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR.

Þar er verið að ræða um Haukastelpuna Maríu Lind Sigurðardóttur sem hefur kært KR-inginn Margréti Köru Sturludóttur fyrir höggið sem má sjá í myndbandinu hér að ofan.

María kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gær og lagði inn kæru.

María Lind vildi ekkert tjá sig um kæruna við Vísi þegar eftir því var leitað.

Haukar hafa að sama skapi áfrýjað úrskurði aganefndar KKÍ en Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir höggið. Haukum finnst Margrét Kara sleppa allt of vel.


Tengdar fréttir

Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×