Erlent

Svíar missa trú á konungnum

Þriðjungur Svía vill að Viktoría taki við krúnunni af Karli föður sínum.
Þriðjungur Svía vill að Viktoría taki við krúnunni af Karli föður sínum.
Þriðjungur Svía hefur litla eða mjög litla trú á konungi landsins, Karli Gústafi. Tæpur þriðjungur styður konunginn. Öðrum er nokkuð sama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir TV4-sjónvarpsstöðina í Svíþjóð.

Meirihluti Svía, 56 prósent, styður þó áframhaldandi tilvist konungdæmis. 32 prósent landsmanna vilja að krónprinsessan Viktoría taki við krúnunni af föður sínum.

Karl Gústaf hefur verið sérlega umdeildur eftir að bók um hann kom út í fyrra þar sem greint var frá framhjáhaldi, heimsóknum á nektardansstaði og tengslum við undirheima.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×