Erlent

Vilja sameiginlegan fjármagnstekjuskatt á evrusvæðinu

Óhætt er að segja að beðið sé með eftirvætingu eftir niðurstöðum leiðtogafundar Evróusambandsins sem hefst í dag en fundurinn er talinn geta ráðið örlögum evrusvæðisins.

Meðal þess sem rætt verður eru tillögur Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Nicoals Sarkozy Frakklandsforseta um að evruríkin taki upp sameiginlega skatta, það er að fjármagnstekjuskattar og skattar á fjármálaviðskipti verði hinir sömu hjá öllum evruríkjunum.

Þetta kemur fram í bréfi sem leiðtogarnir sendu Herman Van Rompuy forseta Evróusambandsins í gærdag. BBC hefur afrit af bréfinu undir höndum en þar er að finna fleiri tillögur eins og hertar reglur um fjárlagagerð, eflingu atvinnumarkaðarins og betri nýtingu á efnahagsstyrk sambandsins í þágu evruríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×