Erlent

Elsti hundur veraldar er látinn

mynd/AP
Elsti hundur veraldar lést í Japan fyrr í vikunni. Hann var 26 ára gamall en það samsvarar 120 mennskum árum.

Pusuke hafði verið við hestaheislu þangað til á mánudaginn en þá hætti hann að snerta við fæðu sinni. Andardráttur hans tók síðan þyngjast og hann lést síðan stuttu seinna.

Yumiko Shinohara, eigandi Pusuke, var við hlið hans þegar hann tók sinn síðasta andardrátt. Shinohara segist sjá mikið eftir félaga sínum enda hafði hún átt hann frá fæðingu. Hún segist vilja þakka Pusuke fyrir að hafa lifað svo lengi.

Fyrir ári síðan var nafn Pusuke skráð í heimsmetabók Guinnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×