Erlent

Miklar vangaveltur um dularfullan hlut við Merkúr

Netheimar loga í vangaveltum um dularfullan hlut sem einn af sjónaukum NASA, geimferðarstofnunnar Bandaríkjanna, náði myndskeiði af nálægt plánetunni Merkúr.

Margir telja að um geimskip sé að ræða en á myndskeiðinu sést skær hlutur eða blossi við plánetuna. Vísindamenn NASA eru ekki sammála því að um geimskip sé að ræða og segja að blossinn komi fram sökum þess hvernig myndskeiðið var unnið. Blossinn gæti til dæmis verið ímynd af Merkúr frá deginum áður.

Frá því að myndskeiðið varð opinbert á netinu hafa um 150.000 manns skoðað það




Fleiri fréttir

Sjá meira


×