Erlent

Barnamorðingi dæmdur í 25 ára fangelsi

Breski barnamorðinginn Robert Black var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að myrða skólastúlkuna Jennifer Cardy fyrir 30 árum síðan. Hann var sakfelldur fyrir morðið í síðasta mánuði en Black rændi Jennifer þegar hún var á leið í heimsókn til vinkonu sinnar árið 1981. Black hefur setið í fangelsi til lífsstíðar frá árinu 1994 eða frá því hann var sakfelldur fyrir morðin á þremur öðrum börnum sem voru á aldrinum fimm til ellefu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×