Erlent

Rick Perry í gervi Heath Ledgers

Heath Ledger í kvikmyndinni Brokeback Mountain.mynd/RIVER ROAD
Nýjasta kosningaauglýsing Repúblikanans Rick Perry hefur vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum. Í auglýsingunni gagnrýnir Perry ógildingu laga sem banna samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína. En málstaður samkynhneigðra er þó til staðar í auglýsingunni.

Hægt er að sá auglýsinguna í myndbandinu hér að ofan.

Perry, sem er sitjandi fylkisstjóri Texas, spyr áhorfendur af hverju samkynhneigðir hermenn fái að ræða um kynhneigð sína á meðan börnum er bannað biðja í skólum. Í auglýsingunni lofar Perry að berjast gegn árásum Baracks Obama á trúarlíf Bandaríkjamanna.

En árvökulir kvikmyndaunnendur tóku eftir því að klæðnaður fylkisstjórans var kunnuglegur. Í ljós kom að Perry er klæddur í samskonar kápu og Heath Ledger notaði í kvikmyndinni Brokeback Mountain.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×